Breyttar æfingar og fundur

Æfingar á morgun verða breyttar/falla niður vegna hóps sem kemur á svellið milli 16 og 18. A2 og B2 mæta á fund með Helgu kl. 15:30-16:45 og A1 og B1 mæta 16:45-18:00, fundurinn verður uppi í fundarherbergi. A2 og B2 fara svo á ísinn kl. 18 og A1 og B1 kl. 18:40. Æfing hjá C1 fellur niður (verður bætt upp fyrir síðar).

Gimli Cup: Línurnar skýrast

Dramatískur endir varð á leik Garpa og Üllevål í kvöld. Skytturnar einar á toppnum fyrir lokaumferðina.

Gimli Cup - frestaðir leikir

Í kvöld fara fram tveir leikir í Gimli Cup sem frestað var úr fyrri umferðum.

Orðsending frá Evrópumótsförum

Liðið sem fer á Evrópumótið í Aberdeen eftir tæpa viku býður krullufólki og öðrum að heita á liðið eftir árangri.

Leikur SAjunior og SAsenior umfjöllun

Í gærkvöld spiluðu kvennaliðin hér á Akureyri SAjunior og SAsenior sinn annan leik á tímabilinu. Fyrri leik liðanna vann senior liðið með 5 gegn 2 en nú náði junior liðið að nýta sér það að Sarah og Anna Sonja voru fjarri góðu gamni og unnu 4 - 2 eftir framlengingu og vítakeppni.

Meistaraflokkur og 2. flokkur ATH

Vegna kvennaleiks í kvöld verður engin 2. flokks æfing en meistaraflokkur byrjar strax á eftir leik sem ætti að vera á eðlilegum æfingartíma

 

Gimli Cup: Sviptingar í toppslagnum

Skytturnar skutu sér aftur á toppinn með sigri í næstsíðustu umferðinni. Garpar enn í góðri stöðu. Gæti stefnt í hreinan úrslitaleik þessara liða í lokaumferðinni.

Meistaraflokkur og 2. flokkur ATH

Sameiginleg æfing hjá meistaraflokki og 2. flokki í kvöld

 

Fundur vegna keppnisferðar A og B hópa til Reykjavíkur 4.-6.des

ÁRÍÐANDI !!!

Fundur með foreldrum A og B keppenda verður haldinn í Skautahöll þriðjudaginn 24.nóvember kl. 20:00

Mikilvægt er að foreldrar mæti.  Rætt verður um fyrirkomulag ferðar til Reykjavíkur 4.-6.desember.

Stjórn foreldrafélagsins.

Basic test æfingar

Það sem eftir er af haustönninni verður fyrirkomulagið með því móti að þriðjudagsmorgunæfingarnar (06:30-07:20) og sunnudagsmorgunæfingarnar (08:00-08:40) verða eingöngu basic test æfingar. Basic test æfingarnar verða ekki æfðar á öðrum tímum. Ath. þeir sem hyggjast taka basic test þetta skautaárið (janúar/apríl) munið að þessar æfingar þarf að æfa jafnt og þétt allt tímabilið. Basic test verður í eftirtöldum keppnisflokkum í vor: 8 ára og yngri A og B, 10 ára og yngri A og B, 12 ára og yngri A og B, Novice A og B. Þeir sem hyggjast keppa næsta skautaár í einhverjum eftirtalinna flokka þurfa að taka próf í vor. Þeir sem hafa nú þegar lokið prófi og keppa áfram í sama flokki næsta skautatímabil þurfa ekki að taka próf aftur í vor.

ATH! Næstu 3 vikur þá verður þriðjudagsmorgunæfingin á fimmtudagsmorgni, æfingin verður á sama tíma og með sama fyrirkomulagi. (Æfingin 3. desember fellur þó niður vegna keppnisferðar A og B keppenda til Reykjavíkur)