Beinar útsendingar frá Oslo Cup

Þessa helgina er hægt að horfa á beinar útsendingar frá Oslo Cup

S.A. vs S.R. Meistaraflokkur.

Á morgunn laugardaginn 27 sept. verður risaslagur því þá mætast Skautafelag Akureyrar og Skautafelag Reykjavíkur. S.R.-ingar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Birninum og mæta því eflaust með sjálfstraustið í botni. S.A. menn hafa verið að slípa leik sinn og ætla taka fast á S.R. mönnum þegar þeir koma í heimsókn. Semsagt hörkuslagur af bestu gerð, herlegheitin hefjast kl 17:00. Saggarnir hafa boðað komu sína og verður því kátt í höllinni. Skyldumæting, ÁFRAM S.A.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Breyttar reglur í Gimli Cup

Allir leikir leiknir til úrslita

Fyrsta umferð í Gimli Cup á mánudaginn

Leikir hefjast kl. 20:00 á mánudagskvöld

Liðsskipan á 4. og 5.flokksmótinu um helgina

Nú er Sarah búin að setja upp liðsskipan SA í mótinu um helgina, smelltu á "lesa meira" til að skoða.

Æfingar næstu helgi!

Vegna Bikarmóts í hokkí um næstu helgi (27. og 28. sept.) falla æfingar niður bæði á laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun. Æfingar verða samkvæmt tímatöflu á sunnudagskvöld.

Haustmót ÍSS 3.-5. október 2008

Helgina 3.-5. október nk. verður haldið Haustmót ÍSS í listhlaupi á skautum hér í skautahöllinni á Akureyri. Nánari upplýsingar um mótið má sjá á heimasíðu ÍSS: www.skautasamband.is

Ennþá vantar starfsmenn á mótið, t.d. í hliðvörslu. Þeir sem hafa tök á að taka að sér vinnu á mótinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við mótstjóra sem fyrst í tölvupósti : huldabk@btnet.is eða gsm: 8468675.

Með fyrirframþökk um góðar undirtektir:

Hulda Björg Kristjánsdóttir

 

Dagskráin um næstu helgi er hér

Jæja, þá eru félögin búin að tilkynna þáttöku liða í 4. og 5.flokks Bikarmótinu sem fram fer á Akureyri um næstu helgi. Á laugardeginum verða líka spilaðir leikir í 3. og meistara flokki þar sem SA fær SRinga í heimsókn. Það verður því nóg um að vera í Skautahöllinni hér á Akureyri um helgina og hvetjum við nú fólk til að mæta og hvetja sitt lið. Dagskrá helgarinnar er hægt að skoða undir tenglinum hér efst til vinstri.  ÁFRAM SA .............

Úrslit BYR mótsins

Hér eru úrslit BYR mótsins sem fram fór um helgina:

Flöskusöfnun hjá 3-7 flokk

 Miðvikudaginn 24 september er flöskusöfnun hjá 3-7 flokk.  Mæting er 17:30