Akureyrarmótið: 1. umferð lokið

Üllevål og Garpar byrja með látum og unnu stóra sigra í fyrstu umferðinni.

Dregið var í riðla í Akureyrarmótinu í krullu í kvöld og fyrsta umferðin leikin. Í A-riðli leika Svarta gengið, Víkingar, Riddarar og Garpar og í B-riðli eru Fífurnar, Üllevål, Mammútar og Skytturnar. Garpar tóku strax forystuna í A-riðlinum með stórum sigri á Svarta genginu, 9-1, en Víkingar fylgja þeim fast eftir, sigruðu Riddara 7-6 og þurfti aukaumferð til að klára þann leik. Í B-riðlinum leiðir Üllevål eftir stórsigur á Mammútum, 9-2, þar sem Üllevål skoraði 6 steina strax í fyrstu umferðinni. Fífurnar sigruðu Skytturnar í hinum leik B-riðilsins, 6-2, og eru því í öðru sæti riðilsins.

Önnur umferðin verður leikin mánudagskvöldið 5. október:

A-riðill:
Svarta gengið - Víkingar
Garpar - Riddarar

B-riðill
Fífurnar - Üllevål
Skytturnar - Mammútar

Leikjadagskráin og úrslit í excel-skjali hér.