Afísæfingar!

Á miðvikudaginn 26. apríl hefjast afísæfingar á planinu fyrir utan skautahöllina.  Það verða engar ísæfingar fram á sunnudag.  Allir verða að koma í góðum íþróttafötum og í góðum íþróttaskóm á afísæfingarnar.  Ekki má gleyma að koma með sippuband! Við viljum einnig benda iðkendum á að við höfum ekki aðgang að skautahöllinni þessa daga, þannig að æfingarnar verða eingöngu utandyra!!

Undir liðnum "lesa meira" er tímataflan þessa daga!

Engar æfingar hjá 1. flokki!

Æfing hjá 1. flokki fellur niður sunnudaginn 23. apríl!

Æfingar næstu daga!

Mánudagurinn 24. apríl

15-16: 2. flokkur (afís milli 16 og 17)

16-17: 1. flokkur

17-18: M flokkur

18-19: 3. flokkur S og H

 

Þriðjudagur 25. apríl

15-16: M og 1. flokkur (afís milli 16 og 17)

Frá miðvikudegi fram á sunnudag verða afísæfingar og koma þær bráðlega inn á síðuna!

Lokun Skautahallar

Til að fyrirbyggja allan misskilning verður Skautahöllin lokuð og engar æfingar frá og með miðvikudeginum 26. apríl til og með sunnudeginum 30. apríl. Höllin opnar aftur til æfinga kl. 17. á sunnudag.

Heimsmeistaramótið í flokki U18

Síðustu 10 daga eða svo hafa sterkustu þjóðir heims att kappi í Svíþjóð í baráttu um heimsmeistaratitil unglingalandsliða (U18). 

Vorsýningin

Vorsýning listhlaupadeildar!

 

 

Á morgun sumardaginn fyrsta kl. 17:00 er vorsýning listhlaupadeildarinnar sem ber heitið“ Disney á ís” þar sem allir iðkendur munu koma fram. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir kr 500 fyrir 12 ára og eldri en börn fá frítt.  Foreldrafélagið mun bjóða upp á veitingar meðan á sýningu stendur gegn vægu gjaldi.  Við viljum biðja alla iðkendur sem sýna að koma ekki seinna en kl. 16:00 og vera klárir í búningum og skautum um leið og sýning byrjar kl. 17:00. 

 

Einnig viljum við bjóða öllum iðkendum í Vorgleði sem verður haldin í skautahöllinni á laugardaginn nk. kl. 12!

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Lokahóf laugardaginn 22. apríl

Iðkendur 3. til 7. flokks. Á næsta laugardag verður allsherjar slútt á svellinu kl. 12,00 til 15,00. Muna að mæta stundvíslega með skauta, kylfu og góða skapið. Dagskrá verður birt hér síðar, svo fylgist með þegar nær dregur.   Stjórnin.

HM 3.deild í Íshokkí í Reykjavík 24. til 29 apríl næstkomandi

Ísland leikur í þriðjudeild heimsmeistaramóts IIHF sem leikið verður í Reykjavík 24. til 29 apríl næstkomandi og skilst mér af skrifum á ÍHÍ síðunni að sefnt sé á sigur í riðlinum.

Heimsmeistarakeppnin í III deild

Ed Maggiacomo landsliðsþjálfari hefur nú valið endanlegan leikmannahóp fyrir heimsmestarakeppnina í III deild, sem hefst í Reykjavík eftir viku.

Hvað ertu að gera 13. maí?

Hvað með að brenna suður og kíkja á lokahóf ÍHÍ!