Súpersport í kvöld 3.3.06

Íshokký í SUPERSPORT á SÝN í kvöld

 Sjónvarpsþátturinn SUPERSPORT er stuttur, hraður og ferskur þáttur um jaðarsport og áhættuatriði.  Ný SUPERSPORT sería hefst í kvöld á SÝN kl. 20:25.  Í fyrsta þætti seríunnar sýnt frá leik SR og Bjarnarins í íshokký – en í leiknum var hart barist, með kjafti og klóm…!!!  Þátturinn verður endursýndur á lau kl. 16:20, sun kl. 10:15 og fimmtudag kl. 18:30.  Allir SUPERSPORT þættirnir auk ljósmynda af viðburðunum eru settir inn á vefsvæðið www.supersport.is og því verður hægt að nálgast þáttinn þar líka.  SUPERSPORT er í boði Bernhard ehf. – Honda á Íslandi.

 

Breyting á æfingastað og tíma Sunnud. 2.apríl

Kæru iðkendur og forráðamenn!

Á sunnudaginn 2. apríl verða æfingar 4., 5., 6. og 7.flokks í íþróttasal Síðuskóla. Allir mæta kl. 11,00 og eru til 12,30. Farið verður farið í bandí og fleiri skemmtilegheit.   Kveðja.................Stjórnin

Svíar með gull

 Finnland-Svíþjóð 2-3. Lurkurinn var frábær! Rúnar Rúnarsson var frábær sem meðhjálpari Adolfs í báðum úrslitaleikjunum á RÚV.

Barna og Unglingamót 2006

Nú eru stelpurnar okkar komnar heim af Barna og Unglingamótinu sem haldið var í Egilshöll um helgina.  Mótið gekk vel í alla staði og stóðu stelpurnar sig vel.  Af 20 mögulegum sætum fengum við 10 sæti sem er án efa stórkostlegur árangur!!  Við óskum stelpunum innilega til hamingju. Hér eru nokkrar myndir af síðu LSR.

SA vann Björninn 9-5

Strákarnir lögðu Björninn að velli í Skautahöllinni í kvöld

Tékkar unnu Rússa

Tékkar unnu Rússa 3-0.

Afmæli!!

Jæja þá er komið að því hjá honum Sigga Sig. Hann er orðinn 30 ára gamall og er orðin löggiltur old-boys leikmaður.  Við hjá S.A. óskum honum til hamingju með afmælið.

Síðasti heimaleikur mfl.karla á næsta laugardag kl.17,00

Á laugardaginn 25. feb. spilar SA sinn síðasta heimaleik í undankeppni Íslandsmótsins. Leikurinn er gegn Birninum og alveg öruggt að þetta verður spennandi leikur og eru allir hvattir til að mæta og hvetja sína menn.

Karlalið Kanada á heimleið

Kanadísika landsliðið tapaði 2-0 á mót Rússum.

Foreldradagur!

Foreldradagur!

Miðvikudaginn 1. mars kl 18 eða á sjálfan öskudaginn verður foreldradagur hjá 3. og 4. flokki!  Mömmum, pöbbum og systkinum er boðið á skauta og eru allir hvattir til að mæta í búningum!  Þetta er tilvalið tækifæri til að hitta þjálfarana og stjórn listhlaupadeildarinnar svo og meðlimi foreldrafélagsins.  Við viljum benda á að æfingin milli 15 og 16 hjá 3. flokki fellur niður vegna foreldradagsins.  Við hlökkum til að hitta ykkur!