Fyrri dómur úr 1. leik úrslitakeppninnar hefur nú verið staðfestur

Áfrýjunadómstóll ÍSÍ staðfesti í dag fyrri dóm ÍSÍ sem var á þá leið að Skautafélag Reykjavíkur hefði telft fram sem ólöglegum leikmanni, Emil Allengard, eftir að Íshokkísamband Íslands hafði hafnað leikheimild honum til handa þar sem það væri andstætt lögum og reglugerðum sem fara bæri eftir við úthlutun slíkra leikheimilda. Dóm ÍSÍ má lesa hér og áfrýjunardóminn hér. Á fimmtudagkvöldið næsta mun Meistaraflokkur SA verða í fullum skrúða á svellinu hér í Skautahöllinni á Akureyri og veita viðtöku BIKARNUM sem verið hefur í gíslingu í Laugardalnum frá því að sigur vannst Sunnudaginn 30. mars síðastliðinn.

Marjomótið í krullu: H2 sigraði

H2 og Víkingar léku til úrslita á Marjomótinu í gærkvöld. H2 sigraði, 8-3. Liðsmenn fóru beint af botni Íslandsmótsins á topp Marjomótsins.

Foreldrafundur 3.-6 hóps FÖS 23.ap kl:18

Stjórn Listhlaupadeildar SA stendur fyrir fundi með foreldrum/forráðamönnum iðkenda í 3. eldri, 3. yngri, 4.5. og 6.hóp föstudaginn 25 apríl kl:18, í fundarherberginu í skautahöllinni.  Fundarefnið er skautamaraþon sem haldið verður helgina 3.-4 maí, söfnun áheita vegna maraþonsins og skautabúðir sem verða í sumar.

 Mjög mikilvægt er að sem flestir mæti

 kv.

Hilda Jana Gísladóttir
Formaður Listhlaupadeildar SA
hildajana@gmail.com

Vorsýningin Vorgleði!

Sunnudaginn 27. apríl verður haldin vorsýning listhlaupadeildar sem að þessu sinni ber heitið Vorgleði. Sýningin hefst kl. 17. Á sýningunni koma fram allir flokkar deildarinnar og sýna afrakstur vetrarins. Iðkendur yngri flokka hafa nú þegar fengið bréf heim með upplýsingum t.d. varðandi búninga og er sama bréf að finna hér neðar á síðunni. Eldri flokkar hafa fengið munnlegar upplýsingar varðandi búninga. Generalprufa verður laugardaginn 26. apríl milli 11 og 13 fyrir alla flokka.

Skautamaraþon og æfingabúðir!

Listhlaupadeild SA mun í sumar bjóða upp á æfingabúðir eins og síðastliðið sumar. Áætlaður tími er 21. júlí til 18. ágúst en þessi tímasetning er birt með fyrirvara. Öllum flokkum verður boðin þátttaka og koma frekari upplýsingar um fyrirkomulagið á næstu dögum.

Deildin mun halda skautamaraþon 3. -4. maí til styrktar æfingabúðunum og fá iðkendur bréf heim varðandi það á næstu dögum.

Síðustu æfingar vetrarins

Æfingar á þriðjudag

Síðustu æfingar hjá yngri flokkum á þriðjudag (4,5 & 6,7)! 3. flokkur mætir með meistarafl. kvenna milli 17 og 19, meistaraflokkur okarla mætir milli 19 og 21 og byrjendur kvenna kl. 21.                  Sarah   (o;

Marjomótið í krullu - úrslitaleikir í kvöld

Í kvöld, mánudagskvöldið 21. apríl, fara fram úrslitaleikirnir í Marjomótinu í krullu.

Bréf um búninga hjá 1. og 2. hópi!

Hér er að finna bréf um búninga fyrir 1. og 2. hóp!

Bautamótið á morgun föstudag

Á morgun föstudag og laugardag verður spilaður hér á Akureyri 3. og síðasti hluti Íslandsmótsins í 4.flokki B-liða. Dagskrá mótsins má skoða hér.

Marjomótið í krullu: H2 og Víkingar leika til úrslita

Lokaumferðin í riðlakeppni mótsins fór fram í gærkvöld. H2 sigraði í A-riðli, Víkingar í B-riðli. Úrslitaleikir mánudagskvöldið 21. apríl.