Krulla - OPIÐ HÚS, ALLIR GETA PRÓFAÐ

Krullufólk verður með opið hús í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 6. mars kl. 17.30-19.30. Krullufólk sem les þessa frétt er hvatt til að koma þessum upplýsingum áfram til vina og kunningja. Meðal annars er hægt að nota Facebook til þess því þar hefur verið stofnaður viðburður sem hægt er að bjóða fólki á - sjá hér.

Íslandsmótið i krullu: Úrslit 10. umferðar

Tíunda umferð deildarkeppninnar fór fram í kvöld. Mammútar halda toppsætinu, Riddarar fylgja þeim eins og skugginn. Þessi lið mætast í næstu umferð.

Skautafjör á laugardagskvöldið

Á laugardagskvöldið verður smá skautafjör
kl:20:00-21:00 A2, B2 og C1 Mega bjóða vinum/ættingjum á svellið, diskóljós og danstónlist
kl:21:00-22:00 A1 og B1       Mega bjóða vinum/ættingjum á svellið, diskóljós og danstónlist

Mótaskrá Vinamótsins

Hér má sjá drög að mótaskrá Vinamóti Skautafélags Akureyrar

Íslandsmótið í krullu: 10. umferð

Tíunda umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Fullorðinsnámskeið

LSA ætlar að bjóða upp á fullorðinsnámskeið á skautum, sjá með því að smella á auglýsinguna hér við hliðina á.

Stóra stundin að renna upp ! ÚRSLITAKEPPNIN HEFST NÚNA Á FIMMTUDAGINN 4. mars

Á fimmtudaginn 4. mars kl. 19,00 hefst hér í Skautahöllinni á Akureyri Úrslitakeppni til Íslandsmeistaratitils í Meistaraflokki karla í Íshokki. Til úrslita spila Skautafélag Akureyrar sem eru sigurvegarar Deildarinnar og Skautafélagið Björninn sem eftir ótrúlegan endasprett í Deildinni tryggðu sér réttinn til að spila við SA um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur keppninnar fer svo fram hér í Skautahöllinni á föstudaginn 5. mars kl. 17,00. Þriðji leikurinn er svo í Egilshöllinni heimavelli Bjarnarins á sunnudag kl. 14,00 og verður sýndur beint á RUV. Úrslitakeppnin er allt að 5 leikir og vinnur það lið sem fyrr sigrar í þremur. Fjórði leikur er svo áætlaður í Egilshöll á mánudag og sá fimmti í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikudaginn þar á eftir. Deildarkeppnin þetta tímabil var ótrúlaga jöfn og það réðst ekki fyrr en í síðustu leikjunum hverjir kæmust í Úrslitin, svo það er hægt að lofa gríðarlegri stemmingu og baráttu í þessum leikjum og NÚ SKORUM VIÐ Á YKKUR NORÐLENSKA HOKKÍUNNENDUR AÐ MÆTA OG HVETJA YKKAR MENN.  ÁFRAM SA ..........

Íslandsmótið i krullu: Aldrei jafnara

Tvö efstu liðin töpuðu en þrjú þau neðstu unnu leiki sína í níundu umferð deildarkeppninnar í kvöld. Aðeins munar tveimur vinningum á efsta og neðsta liði. Fimm umferðum ólokið.

Frí frá morgunæfingum næstu 2 þriðjudaga :)

Iðkendur fá frí frá morgunæfingum næstu 2 þriðjudaga og einnig Laugargötu!

Æfingar dagana 3.-9. mars

Helga Margrét þjálfari verður fjarverandi dagana 3. - 9. mars. Undir lesa meira má finna æfingaplan yfir þá daga sem hún verður fjarverandi.