SA Íslandsmeistarar í karlaflokki

Í gærkvöldi tryggði Skautafélag Akureyrar sér 14. Íslandsmeistaratitilinn á 19 árum með góðum 6 – 2 sigri á Birninum fyrir fullri höll áhorfenda.  Það var gríðarleg spenna í loftinu fyrir þennan leik enda voru fyrstu fjórir leikir liðanna mjög jafnir og spennandi.  Þessi leikur fór eins af stað og allir hinir, Bjarnarmenn riðu á vaðið og náðu forystu snemma leiks er þeir nýttu sér tækifæri þegar þeir voru einum fleiri. 

Jóhann Leifsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn skömmu síðar en mörkin urðu ekki fleiri að þessu sinni.  2. lota réð úrslitum þar sem SA liðið stjórnaði leiknum og allt gekk upp bæði í sókn og vörn.  Lotan vannst 3 – 0 með mörkum frá Gunnari Darra Sigurðssyni, Andra Sverrissyni og Stefáni Hrafnssyni og þarna náðist mikilvægt forskot sem var þægilegt veganesti inn í 3. lotuna.

Æfingar á föstudaginn breyttar vegna undirbúnings fyrir Vinamótið

Sjá...

Upplýsingar vegna Vinamóts C keppenda (sent í tölvupósti)

Búið að draga í keppnisröð

Búið er að draga í keppnisröð fyrir vinamótið um helgina. Sjá í lesa meira.

Hokkíleikur ársins sýndur í beinni á N4


Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast í hreinum úrslitaleik um íslandsmeistaratitil karla í íshokkíi á morgun miðvikudag kl:19:00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 og hefst hún kl:18:30. N4 næst á rás 15 eða 29 á Digital Ísland. Þá verður leikurinn einnig sýndur beint á Netinu á www.n4.is og á heimasíðu íshokkísambands Íslands www.ihi.is.

Útsendingin er unnin í samvinnu við: Íslensk Verðbréf, Goða, Bílaleigu Akureyrar og Thule

Úrslitaleikur í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikud. 10. mars kl. 19,00

Nú er komið að 5. og síðasta leik í úrslitalotunni þetta tímabilið. 4 leikir búnir og liðin hafa skipst á að vinna svo staðan í einvíginu er 2 : 2. Úrslit undangenginna leikja sýna að liðin, þótt ólík séu að samsetningu, eru gríðarlega jöfn. Margir hafa talað um það undanfarið að Bjarnarmenn séu betur í stakk búnir hvað líkamlegt þol áhrærir og fjölda en SA-drengir hafi sín megin fleiri ár og meiri reynslu, svo það má kanski segja að nú komi í ljós hvort eitthvað sé að marka hið fornkveðna, að betur vinni vit en strit. Nú skorum við á alla velunnara norðan heiða að fjölmenna í höllina og styðja við strákana því það veitir sannarlega ekki af öllum stuðningi til að landa Titlinum við brjálaða stemmingu hér heima á miðvikudaginn. ÁFRAM SA .......

Breyttar æfingar vegna úrslitleiks í hokkíinu

Breyting á æfingum á morgun og hinn. Á morgun, miðvikudag falla niður æfingar eftir 18:15 og færast fram á næsta dag. Þannig verða A1 og A2 á æfingu 18:15-19:00 á fimmtudag og B1 og S kl:19:10-19:55 á fimmtudag. Ástæða breytinganna er að SA er komið í úrslt í íshokkí og keppa á morgun kl:19:00 - hvetjum alla til að mæta og styðja okkar menn til þess að fá bikarinn heim!  

 

 

   
   
   

Íslandsmótið í krullu: 12. umferð - BREYTT TÍMASETNING

Vegna úrslitaleiks SA og Bjarnarins í meistaraflokki karla í íshokkí á miðvikudagskvöld hefur tólfta umferð Íslandsmótsins í krullu verið færð til um einn dag og verður leikin fimmtudagskvöldið 11. mars. Krullufólk fær svellið kl. 20.00 það kvöld.

SA sigraði Björninn og tryggði sér oddaleik á miðvikudagskvöld

SA sigraði Björninn 3-2 í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins sem fram fór í Egilshöllinni í Reykjavík í kvöld og er staðan í einvíginu þá orðin 2-2. Oddaleikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikudagskvöld (nánar um tímasetningu síðar.). Skautafélagsfólk, velunnarar og Akureyringar allir eru hvattir til að mæta.

Íslandsmótið i krullu: Úrslit 11. umferðar

Ellefta umferð deildarkeppninnar fór fram í kvöld. Tólfta umferðin frestast vegna úrslitakeppninnar í hokkíinu og verður væntanlega leikin fimmtudagskvöldið 11. mars í staðinn.