Íslandsmótið í krullu: Þrjú lið örugg í úrslit

Mammútar, Víkingar og Garpar hafa tryggt sér sæti í fjögurra liða úrslitum Íslandsmótsins. Skytturnar, Fífurnar og Riddarar berjast um laust sæti.

Einni umferð er nú ólokið og fer hún fram mánudagskvöldið 22. mars. Væntanlega munu einhverjir sem þá eru á svellinu gjóa augunum á stigatöflur á öðrum brautum til að meta möguleika síns liðs á að komast í úrslitin. Til gamans hefur fréttaritari tekið saman alla möguleika á úrslitum og röð efstu liða miðað við öll möguleg úrslit leikja.

  • Þar sem leikirnir eru fjórir eru sextán mismunandi möguleikar á því hvernig úrslitin raðast, eftir því hvaða lið vinna og hvaða lið tapa.
  • Þegar allir möguleikar eru skoðaðir og liðunum raðað eftir sigrum (og innbyrðis viðureignum og skotkeppni þar sem það á við) þá kemur í ljós að þrjú lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, Mammútar, Víkingar og Garpar.
    • Mammútar eru öruggir í 1. eða 2. sæti deildarkeppninnar og þar með sæti í 1-2 leiknum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
    • Víkingar eru öruggir 1., 2., 3. eða 4. sæti.
    • Mammútar eða Víkingar verða deildarmeistarar. Mammútar ef þeir vinna, eða ef þeir tapa og Víkingar tapa líka. Víkingar verða deildarmeistarar ef Mammútar tapa og þeir vinna.
    • Garpar eru öruggir í 2., 3. eða 4. sæti.
  • Þrjú lið til viðbótar eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni, Fífurnar, Riddarar og Skytturnar.
    • Skytturnar eiga einna mesta möguleika þessara þriggja liða því með sigri í lokaumferðinni væri liðið öruggt í 3. sæti deildarkeppninnar. Jafnvel þótt Skytturnar töpuðu lokaleiknum kæmist liðið í úrslit ef bæði Fífurnar og Riddarar töpuðu sínum leikjum.
    • Fífurnar verða að vinna sinn leik og treysa á að Skytturnar tapi, aðeins þannig kæmist liðið í 4. sæti.
    • Riddarar verða að vinna sinn leik og treysta á að bæði Skytturnar og Fífurnar tapi sínum leikjum, aðeins þannig kæmist liðið í 4. sæti (sjá þó upplýsingar um skotkeppni í lið 1 hér að neðan).

Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þessum sextán mismunandi útkomum úr leikjunum og hver röð fjögurra til sex efstu liða er miðað við hvern möguleika. Niðurstöðurnar eru númeraðar 1-16 og vísa í 16 flipa í excel-skjali hér þar sem lokastaðan er sett upp miðað við viðkomandi úrslit. Í fyrsta flipanum í skjalinu er staðan eins og hún er nú.

Á listanum hér að neðan er sett upp röð liðanna og fjöldi sigra miðað við möguleg úrslit og í svigum á eftir fjölda sigra er niðurstaða úr innbyrðis viðureignum liða sem eru jöfn. Miðað við hreina tölfræði út frá þessum 16 mögulegu útkomunum eru mestar líkur á að Skytturnar komist áfram (10,5/16), næst Fífurnar (4/16) en minnstar eru líkurnar hjá Riddurum (1,5/1) - en í þessum tölum er auðvitað ekki miðað við dagsform, getu, andstæðinga o.s.frv.

1.
Sigurlið í lokaumferð: Riddarar, Garpar, Mammútar, Svarta
1. Mammútar 10
2. Garpar 8 (1-1)
3. Víkingar 8 (1-1)
4.-5 Riddarar 7 (1-1)
4.-5 Skytturnar 7 (1-1)
Garpar raðast ofar Víkingum vegna árangurs í skotkeppninni, sama hvernig hún fer í lokaumferðinni (sama gildir í möguleika nr. 5 og 9, þar sem Garpar og Víkingar eru einir jafnir).
Riddarar og Skytturnar eru jöfn í innbyrðis viðureignum (1-1) og ræðst röð þeirra af árangri í skotkeppninni. Bæði lið eiga þá möguleika miðað við núverandi stöðu en Riddarar standa þó betur að vígi. Ef steinn þeirra yrði 141,8 sentímetrum fjær miðju en steinninn hjá Skyttunum yrðu liðin hnífjöfn í skotkeppninni. Þá myndi lægsta gildi hjá hvoru liði ráða úrslitum. Þar hafa Riddarar betur, þeirra besti steinn var 10 sm frá miðju en besti steinn hjá Skyttunum var 20 sm frá miðju. Ef skot Riddara í lokaumferðinni væri 141,7 sentímetrum eða minna fjær miðjunni en skotið hjá Skyttunum þá yrðu Riddarar ofar. Ef skot Riddara yrði 141,9 sentímetrum eða meira fjær miðju en skotið hjá Skyttunum þá eru Skyttur ofar. Í þessu tilfelli þyrftu Skytturnar því að ná góðum steini og treysta á að Riddarar verði a.m.k. 142 sentímetrum fær.

2.
Sigurlið í lokaumferð: Riddarar, Garpar, Mammútar, Fífurnar
1. Mammútar 10
2. Garpar 8 (1-1)
3. Víkingar 8 (1-1)
4. Fífurnar 7 (3-1)
5. Riddarar 7 (2-2)
6. Skytturnar 7 (1-3)

3.
Sigurlið í lokaumferð: Riddarar, Garpar, Skytturnar, Svarta gengið
1. Mammútar 9
2. Garpar 8 (3-1)
3. Skytturnar 8 (2-2)
4. Víkingar 8 (1-3)

4.
Sigurlið í lokaumferð: Riddarar, Víkingar, Mammútar, Svarta gengið
1. Mammútar 10
2. Víkingar 9
3. Garpar 7 (3-1)
4. Riddarar 7 (2-2)
5. Skytturnar 7 (1-3)

5.
Sigurlið í lokaumferð: Üllevål, Garpar, Mammútar, Svarta gengið
1. Mammútar 10
2. Garpar 8 (1-1)
3. Víkingar 8 (1-1)
4. Skytturnar 7

6.
Sigurlið í lokaumferð: Riddarar, Garpar, Skytturnar, Fífurnar
1. Mammútar 9
2. Garpar 8 (3-1)
3. Skytturnar 8 (2-2)
4. Víkingar 8 (1-3)

7.
Sigurlið í lokaumferð: Riddarar, Víkingar, Mammútar, Fífurnar
1. Mammútar 10
2. Víkingar 9
3. Garpar 7 (4-2) (1-1)
4. Fífurnar 7 (4-2) (1-1)
5. Riddarar 7 (3-3)
6. Skytturnar 7 1-5)
Garpar og Fífurnar eru jöfn (og efst) í innbyrðis viðureignum þessara fjögurra liða og líka jöfn í leikjunum sín á milli. Garpar raðast ofar vegna árangurs í skotkeppninni, sama hvernig hún fer í lokaumferðinni.

8.
Sigurlið í lokaumferð: Riddarar, Víkingar, Skytturnar, Svarta gengið
1. Víkingar 9 (2-0)
2. Mammútar 9 (2-0)
3. Skytturnar 8
4. Garpar 7 (1-1)
5. Riddarar 7 (1-1)
Garpar vinna Riddara á árangri í skotkeppninni, sama hvernig hún fer í lokaumferðinni.

9.
Sigurlið í lokaumferð: Üllevål, Garpar, Mammútar, Fífurnar
1. Mammútar 10
2. Garpar 8 (1-1)
3. Víkingar 8 (1-1)
4. Fífurnar 7 (2-0)
5. Skytturnar 7 (0-2)

10.
Sigurlið í lokaumferð: Üllevål, Garpar, Skytturnar, Svarta gengið
1. Mammútar 9
2. Garpar 8 (3-1)
3. Skytturnar 8 (2-2)
4. Víkingar 8 (1-3)

11.
Sigurlið í lokaumferð: Üllevål, Víkingar, Mammútar, Svarta gengið
1. Mammútar 10
2. Víkingar 9
3. Garpar 7 (2-0)
4. Skytturnar 7 (0-2)

12.
Sigurlið í lokaumferð: Riddarar, Víkingar, Skytturnar, Fífurnar
1. Víkingar 9 (2-0)
2. Mammútar 9 (0-2)
3. Skytturnar 8
4. Garpar 7 (2-2)
5.-6. Riddarar (2-2)
5.-6. Fífurnar (2-2)
Garpar vinna bæði Riddara og Fífurnar á árangri í skotkeppninni, sama hvernig hún fer í lokaumferðinni.

13.
Sigurlið í lokaumferð: Üllevål, Garpar, Skytturnar, Fífurnar
1. Mammútar 9
2. Garpar 8 (3-1)
3. Skytturnar 8 (2-2)
4. Víkingar 8 (1-3)

14.
Sigurlið í lokaumferð: Üllevål, Víkingar, Mammútar, Fífurnar
1. Mammútar 10
2. Víkingar 9
3. Garpar 7 (3-1) (1-1)
4. Fífurnar 7 (3-1) (1-1)
5. Skytturnar 7 (0-4)
Garpar raðast ofar Fífunum vegna árangurs í skotkeppninni, sama hvernig hún fer í lokaumferðinni.

15.
Sigurlið í lokaumferð: Üllevål, Víkingar, Skytturnar, Svarta gengið
1. Víkingar 9 (2-0)
2. Mammútar 9 (0-2)
3. Skytturnar 8
4. Garpar 7

16.
Sigurlið í lokaumferð: Üllevål, Víkingar, Skytturnar, Fífurnar
1. Víkingar 9 (2-0)
2. Mammútar 9 (0-2)
3. Skytturnar 8
4. Garpar 7 (1-1)
5. Fífurnar 7 (1-1)
Garpar raðast ofar Fífunum vegna árangurs í skotkeppninni, sama hvernig hún fer í lokaumferðinni.