19.01.2023
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Friuli Venexia Giulia á Ítalíu dagana 21. - 28. janúar nk. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, skautari frá LSA, var valin sem fulltrúi Skautasambands Íslands á þessu móti og í fylgd með þjálfaranum sínum, Sergey Kulbach, mun keppa fyrir hönd Íslands.
17.01.2023
Það var mikið líf um helgina í Skautahöllinni þegar barnamót fór fram hjá íshokkídeild SA. Um 105 börn á aldirnum 5-10 ára tóku þátt í mótinu og þar af voru 60 börn frá SA.
16.01.2023
HM U20 í 2. Deild b. hefst í dag í Laugardalnum í dag. Íslenska liðið mætir Serbíu í kvöld kl. 20:00 en miðasalan er hafin á Tix.is en leikurinn verður einnig sýndur beina á ÍHÍ TV. Auk Íslands eru í riðlinum eru Serbía, Mexíkó, Belgía, Kína og Kínverska Taipei en allir leikirnir eru leiknir í Laugardalnum í Reykjavík. Fylgjast má með dagskrá og tölfræðiupplýsingum mótsins hér.
13.01.2023
Í dag fylgdum við Jóni Hansen síðasta spölinn. Jónsi fæddist árið 1958 og lést á heimili sínu í Innbænum þann 25. desember s.l.
Jónsi ól allan sinn aldur í Innbænum og kynntist því snemma skautaíþróttinni og Skautafélagi Akureyrar. Hann spilaði íshokkí frá unga aldri og keppti fyrir hönd félagsins fram á fullorðinsár. Hann var einnig mikill áhugamaður um krullu, var og einn af stofnendum krulludeildar félagsins og keppti á mótum bæði hér heima og erlendis. Jónsi var frá unga aldri duglegur að leggja félaginu lið og lagði mikla vinnu í uppbyggingu skautasvæðanna, bæði út við Hafnarstræti sem og við uppsetningu vélfrysta skautasvellins sem vígt var á núverandi stað við Krókeyri í byrjun árs 1988. Jónsi tók jafnframt mikinn þátt í undirbúningi við byggingu Skautahallarinnar sem og rekstri hennar fyrstu árin eftir opnun.
10.01.2023
Það er frítt fyrir byrjendur að æfa út janúar í bæði listhlaupi og íshokkí.
09.01.2023
Jóhann Már Leifsson og Aldís Kara Bergsdóttir eru íþróttafólk SA árið 2022. Aldís var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild á dögunum og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands árið 2022. Jóhann var einnig valin íshokkímaður íshokkídeildar SA árið 2022 sem og íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Þau Jóhann og Aldís voru heiðruð í upphafi leiks SA og SR í Hertz-deild kvenna á laugardag.
09.01.2023
SA vann SR í seinni leik tvíhöfðahelgarinnar 8-0 og augjóst að breidin í SA liðinu var erfið fyrir SR liðið að brúa í tvíhöfða en SA vann fyrri leik liðanna 6-2. Anna Sonja Ágústsdóttir og Gunnborg Jóhannsdóttir skoruðu 2 mörk hvor en þær María Eiríksdóttir, Amanda Bjarnadóttir, Ragnhildur Kjartansdóttir og Magdelana Sulova eitt mark hver. Shawlee Gaudreault í marki SA varði öll 16 skot SR í markið í leiknum en SA skaut 68 skotum á mark SR í leiknum. Næsti leikur SA stúlkna er um komandi helgi þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn á laugardag en leikurinn hefst kl. 19:00.
07.01.2023
Skautafélag Reykjavíkur á 130 ára afmæli í dag. Skautafélag Reykjavíkur var stofnað 7. janúar 1893 en Tjörnin í Reykjavík var félagsvæðið lengst af. Saga Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar samtvinnast nokkuð síðar en félögin kepptu fyrst um sinn í skautahlaupi og svo síðar í íshokkí um miðja öldina. Skautafélag Akureyrar óskar félögum sínum í Skautafélagi Reykjavíkur hjartanlega til hamingju með afmælið í dag.
06.01.2023
Skautaíþróttir fá skemmtilega umfjöllun í nýjasta tölublaði Skinnfaxa sem gefið er út af UMFÍ. Í umfjölluninni er meðal annars viðtöl við yfirþjálfara hokkídeildar Söruh Smiley og formann listskautadeildar Svölu Vigfúsdóttur. Hér má finna tölublaðið á pdf formi.
05.01.2023
SA og SR mætast í tvíhöfða helgi í Hertz-deild kvenna á laugardag og sunnudag í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag og sá síðari kl. 10 á sunnudag. Miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.