17.07.2023
Yfirþjálfari Skautafélags Akureyrar Sami Lehtinen hefur lokið störfum fyrir félagið. Sami sem hefur starfað sem yfirþjálfari SA í 3 tímabil á síðustu fjórum árum skilur við félagið á góðum stað en Sami hefur skilað frábæru starfi og skilur eftir sig mikla þekkingu. Meistaraflokkarnir og unglingaliðin sem Sami hefur haft yfirumsjón með hafa vaxið á þessum tíma og verið gríðarlega sigursæl. Sami þjálfaði meistaraflokka félagsins til 5 Íslandsmeistaratitla ásamt fjölmargra titla í unglingaflokkum. Sami tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá EHC Freiburg í DEL2 í þýskalandi á næstu leiktíð.
14.07.2023
Byrjendanámskeið hjá listskautadeild SA verður á þriðjudögum og fimmtudögum fyrstu þrjár vikurnar í ágúst. Opnað hefur verið fyrir skráningar á sportabler.com/signup
með kóðanum WHIQTC
Verð 20.000 kr
Nánari upplýsingar á formadur@listhlaup.is
02.06.2023
Þá erum við í hokkídeildinni búin að klára íshokkíveturinn með style! Við enduðum vetrarstarfið okkar með hinu skemmtilega vormóti sem við höldum alltaf í maí. Um er að ræða innanfélagsmót með 5 deildum, 17 lið í heildina fyrir krakka á aldrinum 4-16 ára. Mótinu lauk formlega með lokahófi á þriðjudaginn s.l. þar sem þátttakendur úr yngri flokkunum gæddu sér á grilluðum pylsum og allir fóru heim með viðurkenningar.
01.06.2023
Minningarstund um Sergii sem starfað hefur sem þjálfari listskautadeildar í vetur en lést í síðustu viku verður haldin á fimmtudaginn 1. júní kl. 17:00 í fundarsal ÍBA í íþróttahöllinni. Séra Hildur Eir Bolladóttir mun stýra stundinni en Karen Halldórsdóttir flytur minningarorð og Ívar Helgason tónlistaratriði.
23.05.2023
Skauta- og íshokkí leikjanámskeið fyrir börn fædd 2013-2017 verður haldið í tvö skipti í júní og kostar 9000 kr hvor vikan fyrir sig. Námskeiðin verða 12-16. júní og svo 19.-23. júní. Skráning er á Sportabler.com/shop/sa/ishokki. Námskeiðin eru frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Námskeiðið fer fram í og við Skautahöllina. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði og er hægt að fá allan búnað lánaðan á staðnum. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu, hockeysmiley@gmail.com fyrir nánari upplýsingar.
17.05.2023
Hokkídeild SA hélt árshátíð sína þann 4. maí s.l. Það voru 123 sem fögnuðu saman tímabilinu, leikmenn frá u14 og upp úr, foreldrar og félagsmenn. Árinu var fagnað með góðum mat frá Vitanum Mathúsi og skemmtilegum myndbrotum úr leikjum vetrarins voru sýnd. Að lokum var verðlaunaafhending til einstaklinga eins og sjá má hér að neðan. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og bíðum spennt eftir nýjum hokkívetri.
16.05.2023
Á aðalfundi listhlaupadeildarinnar mánudaginn 8. maí síðastaliðinn var borin upp tillaga að nafnabreytingu úr Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar í Listskautadeild skautafélags Akureyrar.
16.05.2023
Listskautadeild Skautafélags Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Vorsýningu laugardaginn 20.maí nk. kl: 17:00.
15.05.2023
Íshokkíþing 2023 var haldið um helgina í Pakkhúsinu á Akureyri. Alls voru mættir 19 þingfulltrúar frá aðildarfélögum ÍHÍ ásamt gestum. Dagskrá þingsins var samkvæmt lögum ÍHÍ og því nokkuð hefðbundin. Góðar umræður voru um laga- og reglugerðarbreytingar og önnur störf ÍHÍ síðustu árin. Ólöf Björk Sigurðardóttir fékk afhent gullmerki ÍSÍ fyrir sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni en hún er nú að hefja sitt tuttugasta tímabil sem formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar.
12.05.2023
Aðalfundur hokkídeildar var haldin í vikunni þar sem kosin var ný stjórn. Ólöf Björk Sigurðardóttir er áfram formaður stjórnarinnar og fer inn í sitt 20. tímabil sem formaður íshokkídeildar. Auk Ólafar voru kosin í stjórn þau Anna Sonja Ágústsdóttir, Elísabet Ásgrímsdóttir, Ari Gunnar Ólafsson, Benjamín Davíðsson, Ólafur Þorgrímsson, Eiríkur Þórðarson og Sæmundur Leifsson.