Innritanir

Munið opna tímann milli kl: 16:00-17:00 í dag miðvikudaginn 5/9. Þá verðum við í Skautahöllinni að taka við innritunum í listhlaup. Einnig er hægt að innrita á heimasíðunni í flokknum listskautar- Nýir iðkendur.

Breyting á æfingum á fimmtudag og föstudag!

Á föstudaginn 8. september falla allar æfingar niður hjá listhlaupadeildinni.  Í staðinn mæta þeir flokkar sem áttu æfingu þann dag á fimmtudagsmorgun 7. september kl. 06:30!

Æfingar hjá byrjendum og styttra komnum!

Í gær mánudaginn 4. september hófust æfingar hjá 2. hópi (gamla 4. flokki a,b og c)!  Æfingatímar eru breyttir frá því á síðasta tímabili og bendum við fólki á að kynna sér það hér í tímatöflunni í valmyndinni til vinstri!  Hlökkum til að sjá alla á morgun miðvikudaginn 6. september en þá koma jafnframt iðkendur í 1. hópi á sína fyrstu æfingu.

Breyting á tímatöflu

Breyting hefur orðið á tímatöflunni á FIMMTUDÖGUM hjá 6. OG 7.FLOKKI og 5.FLOKKI . 6. og 7. flokkur mæta kl. 17 - 18 og 5. og 4. flokkur mæta kl. 18 - 19 á fimmtudögum. Kveðja.......Þjálfari

Breyting á æfingatíma hjá M flokki í dag!!!!!

Í dag verður breyting á æfingatíma hjá M flokki!  M flokkur mætir með 5. og U hópi milli 18 og 19 í stað 17 og 18!

Mannabreytingar.

                                                                                                                                                                       

Klipping á tónlist!

Þeir iðkendur sem eru búnir að finna sér tónlist til að skauta við í vetur geta haft samband við Hall í síma 6167359 til að klippa tónlistina í viðeigandi lengd.  Ef þið eruð ekki viss um lengd tónlistarinnar hringið þá í Helgu í síma 6996740 (ekki eftir 10 á kvöldin). 

Þar sem að flokkanöfnunum hefur verið breytt er eðlilegt að fólk sé í smá vandæðum að átta sig fyrst í stað en við viljum benda á að nánari útskýringar á flokkaskiptingum er að finna í valmyndinni hér til vinstri. 

 

Æfingar

Mánudaginn 4. september hefjast æfingar samkvæmt æfingartöflu. Enn vantar afístíma inn í töfluna og verða þeir ekki reglulegir næstu 2 vikur, heldur í samráði við þjálfara. Munið Skráningartímana á mánudaginn og miðvikudaginn og svo er einnig hægt að skrá á netinu :-)

Innritanir

Verðum á skrifstofunni í Skautahöllinni til að taka á móti skráningum á listskauta  mánudaginn 4. september milli kl: 17:45 - 18:15 og miðvikudaginn 6. september kl: 16:00-17:00.

Æfingar byrja samkvæmt tímatöflu 4. september!

Tímataflan 2006-2007 tekur gildi frá og með mánudeginum 4.september.

Þá byrja einnig æfingar hjá 1. og 2. hópi sem eru byrjendaflokkar og flokkar fyrir styttra komna.  Fyrsta æfing hjá 2. hópi er því á mánudaginn 4. september milli 16 og 17 og fyrsta æfing hjá 1. hópi á miðvikudaginn 6. september milli 16 og 17.  Fyrstu 1-2 tímarnir hjá 1. og 2. hópi verða eins konar leikjatímar þar sem krakkarnir fá tækifæri til að venjast svellinu og kynnast þjálfurum og öðrum iðkendum í hópunum.  Krökkunum verður síðan raðað í minni 5-10 manna hópa sem haldast svo að mestu óbreyttir út önnina.

Eldri iðkendur í hópum M, U, 5, 4 og 3 hafa þegar hafið æfingar en af-ís æfingar hefjast í næstu viku, en það verður auglýst síðar.  Fimmtudaginn 31. ágúst verður skokkæfing hjá M, U og 5. hópi og hittumst við rétt fyrir 17 í skautahöllinni.  Skokkað verður að Leikhúsinu og til baka, bara létt skokk til að byrja veturinn á!

Búið er að uppfæra mótaskrá hér í valmyndinni til vinstri og er þar hægt að sjá hvaða keppnir boðið verður upp á í vetur hjá skautasambandinu.  Enn á eftir að setja inn innanfélagsmót og sýningar, en það kemur bráðlega.

Einnig viljum við benda á síðu Skautasambands Íslands en þar eru ýmsar góðar upplýsingar.