Karfan er tóm.
Víkingar sigruðu Garpa í kvöld og héldu þar með toppsætinu. Víkingar skoruðu fjögur stig í fyrstu umferðinni en Garpar unnu næstu fjórar umferðir og komust í 7-4. Það dugði þeim þó ekki því Víkingar skoruðu aftur fjögur stig í lokaumferðinni og sigruðu, 8-7. Liðin sem voru í öðru og þriðja sætinu, Norðan 12 og Kústarnir, áttust við. Norðan 12 náði 2-0 forystu en þá tóku Kústarnir til sinna ráða og unnu 10-2. Með þessum úrslitum eru aðeins tvö lið sem enn eiga möguleika á að vinna mótið þegar ein umferð er eftir, Víkingar, sem nú hafa 11 stig, og Kústarnir, sem hafa 10 stig. Baráttan um silfur og brons verður þó væntanlega hörð því næstu fimm lið hafa 8 stig og eiga þau öll möguleika á verðlaunasæti. Skytturnar komust í þriðja sætið þrátt fyrir jafntefli í kvöld og Bragðarefir eru komnir í fjórða sætið eftir fjóra sigra í röð en liðið tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum í mótinu.
Úrslit kvöldsins:
Fífurnar - Bragðarefir 2-7
Norðan 12 - Kústarnir 2-10
Mammútar - Svarta gengið 7-7
Garpar - Víkingar 7-8
Riddarar - Skytturnar 5-5
Í lokaumferðinni sem fram fer mánudagskvöldið 14. janúar leika Víkingar gegn Mammútum, sem eru ríkjandi Akureyrarmeistarar en sitja nú í næstneðsta sæti mótsins með 7 stig. Kústarnir etja kappi við Fífurnar. Ef Víkingar vinna sinn leik eru þeir orðnir Akureyrarmeistarar. Ef þeir gera jafntefli og Kústarnir vinna Fífurnar fara Kústarnir upp fyrir Víkinga og vinna mótið. Ef Víkingar tapa og Kústarnir gera jafntefli sigra Kústarnir - en þeim nægir að vera jafnir Víkingum að stigum til að komast í fyrsta sætið vegna árangurs í skotkeppni í upphafi móts. Víkingar eru semsagt öruggir með gull eða silfur en með óhagstæðum úrslitum gætu Kústarnir dottið niður í fjórða sætið.
Eins og margoft hefur sannast er ómögulegt að spá fyrir um úrslit en ef gert er ráð fyrir öllum möguleikum eiga eftirtalin lið möguleika á verðlaunasætum:
1. sæti: Víkingar og Kústarnir
2. sæti: Víkingar, Kústarnir, Skytturnar og Bragðarefir
3. sæti: Kústarnir, Skytturnar, Bragðarefir, Norðan 12, Garpar, Fífurnar
Leikir lokaumferðarinnar miðvikudaginn 14. janúar:
Braut 2: Skytturnar - Garpar
Braut 3: Víkingar - Mammútar
Braut 4: Bragðarefir - Riddarar
Braut 5: Svarta gengið - Norðan 12
Braut 6: Kústarnir - Fífurnar
Úrslit og staða í excel-skjali hér...