Karfan er tóm.
Leikjadagskrá mótsins er tilbúin og geta keppendur kynnt sér hana með því að smella hér eða á tengilinn í valmyndinni til vinstri. Fyrir leikina á mánudag draga lið sér bókstaf sem segir til um í hvorum riðlinum liðið spilar. Leikir munu væntanlega byrja uppúr kl 20:30.
Leikið er í tveimur riðlum, fjögur lið í hvorum riðli. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli fara í undanúrslit þannig að efsta liðið í A-riðli leikur við liðið í 2. sæti B-riðils og öfugt. Hin liðin leika beint um sæti að riðlakeppninni lokinni, liðin í þriðja sæti riðlanna leika um 5.-6. sæti á mótinu og liðin í fjórða sæti riðlanna leika um 7.-8. sæti á mótinu. Sigurliðin í undanúrslitum leika síðan um titilinn Akureyrarmeistari í krullu 2009 mánudaginn 26. október og sama kvöld leika tapliðin í undanúrslitum um bronsið.