Akureyrarmótið í krullu: Allt í járnum

Tveir frestaðir leikir úr 2. og 3. umferð Akureyrarmótsins voru leiknir í kvöld. Öll liðin eiga nú þrjá leiki eftir og munar aðeins fjórum stigum á efsta og neðsta liði.

Úrslitin í leikjum kvöldsins þýða að mótið er enn jafnara en áður því tvö lið sem höfðu 4 stig sigruðu lið sem höfðu náð 6 stigum. Þegar tveimur þriðju hlutum mótsins er lokið eru tvö lið á toppnum, Norðan 12 og Víkingar, með 8 stig. Norðan 12 stendur betur að vígi. Með sigri á Svarta genginu í kvöld komust Skytturnar upp í 3. sæti mótsins og eru nú efstar þeirra sex liða sem hafa 6 stig. Svarta gengið og Mammútar misstu af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í kvöld.

Úrslit leikjanna í kvöld:
Skytturnar - Svarta gengið 8-2
Garpar - Mammútar 9-3

Staðan í mótinu eftir sex umferðir:

SætiLiðLeikirStig
  1.Norðan 1268
  2.Víkingar68
  3.Skytturnar66
  4.Kústarnir66
  5.Garpar66
  6.Svarta gengið66
  7.Mammútar66
  8.Fífurnar66
  9.Bragðarefir64
 10.Riddarar64

7. umferðin fer fram mánudaginn 7. janúar:
Braut 2: Kústarnir - Mammútar
Braut 3: Svarta gengið - Garpar
Braut 4: Víkingar - Skytturnar
Braut 5: Fífurnar - Riddarar
Braut 6: Bragðarefir - Norðan 12

Leikjadagskrá og öll úrslit í excel-skjali hérna.