Karfan er tóm.
Leikir í annari umferð voru spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu endum. Garpar sigruðu Víkinga 5-3 og IceHunt sigraði SMÓK 4-3.
Fyrir síðustu umferð standa Garpar best að vígi með tvo vinninga og geta tryggt sér titilinn með sigri á SMÓK í síðustu umferð. IceHunt og SMÓK geta enn tryggt sér titilinn með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum. Möguleiki er á því að 3 lið verði jöfn að stigum, með innbyrðis sigra í kross og gilda þá vítaskot. IceHunt standa best að vígi í vítaskotum en eru þó ekki öruggir með besta skor. Rétt er að geta þess að öll vítaskot telja.
Síðustu leikir mótsins verða leiknir á mánudag 14. Des kl. 20:30. Þá leika IceHunt við Víkinga á 4. braut og Garpar leika við SMÓK. IceHunt og Garpar leika með dökkum steinum og hefja upphitun.
Úrslit, skor og vítaskot má sjá hér.