Karfan er tóm.
Fyrstu umferð Bikarmótsins lauk í kvöld með þremur leikjum. Bragðarefir, Fífurnar og Garpar komust áfram með því að sigra andstæðinga sína en síðan bættust Víkingar, Svarta gengið og Riddarar í hóp þeirra liða sem fara í átta liða úrslitin en þessi þrjú lið náðu bestum árangri tapliða í skotkeppni eftir leikina. Norðan 12 og Skytturnar höfðu áður tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum.
Úrslit kvöldsins urðu þau að Bragðarefir sigruðu Fálka, 6-1, Fífurnar sigruðu Riddara 6-5 og Garpar sigruðu Víkinga 9-4. Í skotkeppni sem tapliðin tóku öll eftir sína leiki í fyrstu umferðinni bar það helst til tíðinda að Gísli Kristinsson setti sinn stein á miðpunktinn. Aðrir leikmenn sem náðu nokkuð nálægt miðju voru Jóhann Björgvinsson úr Víkingum (17), Sigfús Sigfússon úr Svarta genginu (19), Sævar Sveinbjörnsson Riddari (28,5), Haraldur Ingólfsson Fálki (32) og Kristján Bjarnason Víkingur (42,5). Þrír af fjórum leikmönnum Víkinga voru sem sagt í innan við 50 sentímetra fjarlægð frá miðpunkti með sitt skot.
Eftir leiki kvöldsins og skotkeppnina var dregið til átta liða úrslitanna en þau fara fram miðvikudagskvöldið 23. janúar.
Braut 2: Riddarar - Svarta gengið
Braut 3: Norðan 12 - Víkingar
Braut 4: Skytturnar - Bragðarefir
Braut 5: Garpar - Fífurnar
Sigurliðin komast áfram í undanúrslit. Úrslit allra leikja í excel-skjali hér.