Karfan er tóm.
Já það er rétt það er hokki dagur í dag. Í dag mun kvennaliðið okkar að etja kappi við birnurnar að sunnan og ætlumst við ekkert annað en sigur. 3 flokkur mun einnig keppa við björninn og vonandi sýna strákarnir sitt rétta andlit og vinna björninn. Leikirnir verða spilaðir kl 18:00 Mfl. KVK SA-Björninn og svo kl 20:00 3fl. SA-Björninn. Við hvetjum ALLA til að mæta og styðja ykkar menn og konur. ÁFRAM S.A.!!!!!
14.01.2005 |
Því miður var það þannig að okkar menn áttu ekkert svar við sterku liði Mexíkó. Leikurinn fór vel á stað hjá okkur og eftir innan við mínútu vorum við búnir að ná forskoti 1-0 með glæsilegu marki Gunnars Guðmundssonar sem var að skora sitt fyrsta mark í alþjóðlegri keppni, en Adam var ekki lengi í paradís því að áður en fyrsti leikhluti var úti var staðan orðin 1-5 fyrir Mexíkó. |
13.01.2005 |
Landsliðið okkar átti frídag í dag og var farið að skoða forna menningu Asteka. Farið var svona 50 kílómetra út fyrir Mexíkó borg. Þetta var rosalega skemmtileg ferð sem að allir höfðu sérstaklega gaman af. Það að skoða þessa fornu menningu og upplifa hana var ótrúlegt. Það að standa efst á sólar-pírmamýdanum þar sem að mannfórnir voru til forna verður þessum drengjum ógleymanleg reynsla. Allir höfðu sérlega gaman af þessu og það að standa þarna og spá í þessa frábæru menningu sem þarna var alsráðandi á þeim tíma þegar að við vorum í torfkofum með moldargólfi í kulda og vosbúð, það var umhugsunarvert og í raun ótrúlegt til þess að hugsa að menningin þeirra var upprunnin frá því 200 fyrir krist (hvar vorum við þá?). Á myndinni er Sigurjón tækjastjóri að virða fyrir sér útsýnið. Þegar þetta er skrifað um klukkan 10 um kvöld eru allir komnir með höfuð á kodda til að safna kröftum fyrir átökin annað kvöld en þá mætum við Mexíkó heimamönnum klukkan 20:30 að staðartíma eða klukkan hálf fjögur aðra nótt að íslenskum tíma. ÁFRAM ÍSLAND |
12.01.2005 |
Búlgarar sáu ekki til sólar í leik sínum á móti Víkinga-landsliði Íslands. |
11.01.2005 |
Jæja gott fólk túrinn byrjar vel okkar drengir spiluðu eins og englar og hefndu fyrir Tyrkjaránið forðum daga með stæl. Nokkuð stress var í fyrsta leikhluta og það tók okkar menn nokkurn tíma að komast á sitt skrið. Það var frábært að horfa á liðið í kvöld hjá þeim var leikgleðin og liðsheildin í fyrirrúmi. Fyrsti leikhluti fór 1-0 fyrir okkur og kom markið aðeins nokkrum sekúndum áður en leikhlutinn var búinn. Í öðrum hluta tókum við Tyrkina með trompi og skorðuðum 4 mörk gegn einu, þriðja hluta tókum við síðan 2-1 og unnum sannfærandi sigur 7-2. Gauti Þormóðsson var valin besti maður Íslands eftir leikinn og skoraði hann 3 af 7 mörum liðsins, hin mörkin skoruðu Patrik Eriksson 2 Daníel Eriksson 1 og Þorsteinn Björnsson 1. Allir liðsmenn stóðu sig vel og sérstaklega varnarmennirnir sem að söltuðu Tyrkina og sáu þeir ekki til sólar og fundu enga leið í gegnum þétta vörn okkar. Á morgun eigum við Búlgara og ef að við spilum eins vel og í dag ættu þeir að liggja líka. Það voru nokkrir af ungu leikmönnunum sem að voru að spila sérlega vel í dag, þeir Magnús Felix, Gunnar Guðmundsson og Þorsteinn Björnsson þó að þeir séu hér nefndir sérstaklega voru heilt yfir allir leikmenn liðsins að spila mjög vel. |
Hér hafið þið herbergisskipan einsog hún er í Mexico.
Herbnr. Nafn
413 Viðar Garðarsson
415 Owe Holmeberg
339 Helgi Páll Þórisson
401 Sigurjón Sigurðsson
408 Magnús Sigurbjörnsson
410 Gauti Arnþórsson
409 Guðmundur Hjálmarsson
414 Patrik Eriksson - Daniel Eriksson
416 Gunnar Guðmundsson - Þorsteinn Björnsson
417 Gauti Þormóðsson - Jón Ingi Hallgrimsson
419 Þórhallur Viðarsson - Birkir Árnason
421 Ómar Skúlason - Kári Valson
423 Steinar Veigarsson - Guðmundur Guðmundsson
424 Aron Leví Stefánsson - Elmar Magnússon
425 Úlfar Andrésson - Einar Valentine
426 Magnús Tryggvason - Sindri Björnsson
427 Sandri Gylfason - Vilhelm Bjarnason