Íslandsmótið 2025

Uppsetning á leikjum fyrri umferðar

Íslandsmótið í krullu 2025

Mánudaginn 17. febrúar hefjast fyrstu leikir á íslandsmótinu.

Frábær árangur Sædísar Hebu á Ólympíuleikum ungmenna í Georgíu

Sædís Heba Guðmundsdóttir lauk keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær en hún endaði í 22. sæti af 33. keppendum. Sædís fékk 36.58 stig fyrir stutta prógrammið sitt og svo 66.33 í frjálsa prógramminu í gær og 102.91 stig í heildina. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (Eyof) eru einskonar Ólympíuleikar ungmenna í Evrópu en 45 þjóðir taka þátt í leikunum sem fer fram í Gergíu í fyrsta sinn. Listskautakeppnin var haldin í glænýrri höll í Batumi en þar var einnig keppt í skautahlaupi og íshokkí. Sædís og hópurinn hennar sem kepptu í Batumi ferðast í dag til Bakuriani þar sem lokahátíðin fer fram. Við óskum Sædísi og Jönu þjálfara hennar til hamingju með þennan frábæra árangur. 💐

Meistaraflokkarnir búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppnunum

Það voru þrír heimaleikir SA í Toppdeildunum í Skautahöllinni um helgina en liðin okkar tóku 6 stig úr leikjunum þremur og tryggðu bæði lið sér sæti í úrslitakeppnunum. Meistaraflokkur karla vann Fjölni á laugardag og kvennalið SA vann Fjölni í vítakeppni á laugardag en Fjölnir hafði betur í vítakeppni á sunnudag.

Ylfa Rún keppir á sínu fyrsta Norðurlandamóti

Norðurlandamótið á listskautum sem fer fram í Asker í Noregi hefst í dag en Skautasamband Íslands sendir 4 keppendur til keppni sem allar að keppa í Advanced Novice girls. Við eigum einn keppanda í þessum hópi hana Ylfu Rún Guðmundsdóttir sem er á leið á sitt fyrsta Norðurlandamót. Ásamt Ylfu Rún keppa þær Elín Katla og Arna Dís frá Fjölni og Katla Karítas frá Skautafélagi Reykjavíkur. Ylfa skautar stutta prógramið sitt í dag en Ylfa er fyrst á ísinn í öðrum upphitunarhóp sem hefst kl. 15:25 á íslenskum tíma og hægt er að horfa á streymi af keppninni hér. Ylfa skautar svo frjálsa prógramið á morgun föstudag en mótið klárast svo á laugardag. Við óskum Ylfu og öllum íslenska hópnum velgengni og hlökkum til að fylgjast með ykkur.

Risastór hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum

Það er risa hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum okkar en það verða þrír heimaleikir spilaðir í Skautahöllini um helgina. SA Víkingar mæta Fjölni á laugardag og meistaraflokkur kvenna spilar tvíhöfða við Fjölni laugardag og sunnudag. SA Víkingar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni við Fjölni og SR en SA Víkingar eru í lykilstöðu með 3 stiga forskot á SR og 8 stiga forskot á Fjölni og eiga einnig leiki til góða. Kvennaliðið okkar er í góðri stöðu um sæti í úrslitakeppninni með 12 stiga forskot á SR en 3 sigum á eftir Fjölni svo leikirnir um helgina geta einnig skorið úr um hvaða lið nær heimaleikjarétt. Við búumst við frábærum hokkíleikjum um helgina og ætlum að fyllum stúkuna og styðja okkar lið til sigurs takk fyrir.