Opinn tími hjá stjórninni

Næsti opni tími er 7. nóv. frá 16:30-17:10. í millitíðinn er hægt að hafa samband við stjórnina, netföng og símanúmer eru á sasport.is. Við erum að vinna í æfingagjöldum svo að það má fara að búast við rukkunum. Einnig minnum við þá á sem eru með ávísanir frá Akureyrarbæ að hafa samband við Önnu annagj@simnet.is

Engar æfingar í kvöld hjá 4. 5. og 6. hóp!

Engar æfingar verða í kvöld hjá 4. 5. og 6. hóp. Venjulegar æfingar í næstu viku.

Keppendur á Haustmóti!

Enginn sporatími verður á þriðjudagsmorguninn næsta vegna aukaæfingar fyrir keppendur á Haustmóti. Þeir iðkendur sem keppa í flokkum 14 ára og yngri B og 15 ára og eldri B fá samslags aukaæfingu fyrir Haustmótið sem haldið verður í nóvember á Akureyri.

Þeir iðkendur sem keppa í eftirtöldum flokkum munu um næstu helgi keppa á Haustmóti í Egilshöll: Junior, Novice, 12 ára og yngri A, 12 ára og yngri B, 10 ára og yngri B og 8 ára og yngri B.

Næsta þriðjudagsmorgun kl. 06:30 - 07:30 skulu þeir iðkendur sem keppa í Junior, Novice og 12 ára og yngri A mæta á æfingu. Á þessari æfingu verður farið yfir prógröm með lagi og tímanum skipt jafnt milli iðkenda. Mjög mikilvægt er að allir í þessum keppnisflokkum mæti.

Næsta fimmtudagsmorgun verður svo aukaæfing kl. 06:30-07:30 fyrir iðkendur sem keppa í 12 ára og yngri B, 10 ára og yngri B og 8 ára og yngri B.

Sparisjóðsmót 2007

Mótaskrá Sparisjóðsmóts 2007

SA meistarafl. kvenna og 2.flokkur í Egilshöll

Í gærkvöldi spiluðu SA stelpur við kvennalið Bjarnarins í Egilshöll og unnu þann leik með 10 mörkum gegn 3. Strax á eftir spilaði 2.fl. sömu liða og þann leik vann SA með 8 mörkum gegn 3 Bjarnarmanna.   Góóóóðir SA ......................

Keppendur á Sparisjóðsmóti

Sparisjóðsmótið hefst á morgun kl. 8. Röð flokka verður sem hér segir: 8 ára og yngri B, 10 ára og yngri B, 12 ára og yngri B, 14 ára og yngri B, 15 ára og eldri B, 12 ára og yngri A, Novice og Junior. Allir keppendur í 8, 10 og 12 ára og yngri B skulu mæta ekki seinna en 07:30 í fyrramálið. Aðrir keppendur skulu mæta ekki seinna en kl. 8. Mjög mikilvægt er að allir mæti á tilsettum tíma svo þeir hafi tíma til að hita upp afís!

Af-ís fellur niður í dag!

Af-ís hjá 4. 5. og 6. hópi fellur niður í dag vegna fjarveru Söruh Smiley!

Aukaæfing fyrir keppendur Sparisjóðsmóts á laugardag!

Á morgun laugardaginn 13. október verður aukaæfing fyrir 4. 5. og 6. hóp eða keppendur Sparisjóðsmótsins. Á þessari aukaæfingu verður iðkendurm gefinn kostur á að rúlla í gegnum prógrammið sitt með tónlist. 4. hópur mætir milli 17:10 og 18, 5. hópur milli 18 og 19 og 6. hópur milli 19 og 20.

Foreldrafélagið

Í dag 10. október 2007 á aðalfundi foreldrafélagsins var kosin ný stjórn.

Bolta- og pallatími á Bjargi (Fit Pílates)

Við viljum minna iðkendur 4. 5. og 6. hóps sem fæddir eru 1996 og fyrr á tímann á Bjargi á morgun milli 19:30 og 20:30. Munið að mæta með 3000 kr. kl. 19:15 og afhenda Allý sem verður í anddyri að taka við skráningum. Þetta verð miðast við námskeiðið fram að áramótum. Við minnum svo líka þá iðkendur sem eru 14 ára og eldri á að ykkur stendur til boða að kaupa mánaðarkort á Bjargi gegn vægu gjaldi (Helga gefur upplýsingar varðandi verð).