Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir fara fram í Íslandsmótinu í krullu í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. febrúar:

 

Rockstar Curling - raunveruleikaþáttur með Springsteen og Bon Jovi?

Frægir tónlistarmenn grípa í kústinn sér til gamans. Sögusagnir um krullu-raunveruleikaþátt í Bandaríkjunum

Karlalandsliðið valið í dag

Hann Denni hefur nú tilkynnt liðið sem keppa mun í Ástralíu á vordögum.  Frá SA eru Birkir Árnason, Björn Már Jakobsson, Jón Gíslason, Ingvar Þór Jónsson, Ómar Smári Skúlason og nýliðarnir tveir Steinar Grettisson og Orri Blöndal.  Vert er að minnast sérstaklega á árangur Ómars Smára því hann er nú valinn fyrstur inn í liðið eftir frækilega frammistöðu í vetur. 

Íslandsmótið í krullu: Þrjú lið jöfn á toppnum

Mammútar, Kústarnir og Skytturnar eru efst á Íslandsmótinu í krullu með fjögur stig.

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Íslandsmótið heldur áfram í kvöld, mánudagskvöldið 11. febrúar.

 

Mike markverja

Undanfarnar vikur hefur hefur kynlegur kvistur sést á kreiki í skautahöllinni.  Þar er á ferðinni Michael Boudreau sem er Kanadamaður hefur búið hér á landi í vetur og unnið við smíðar.  Hann er markmaður og hokkífíkill eins og svo margir aðrir og hann hefur slegist í lið með okkur og tekur þátt í starfinu af miklum krafti.  Hann mætir á allar æfingar, fer í markið ef vantar markmann en spilar annars úti bæði í meistarafloki og old boys.

Barna- og unglingamót 2008

Hæ, hæ! Það voru send út sms á foreldra allra iðkenda sem eru að fara á keppa á Barna- og unglingamótinu 29. febrúar - 2 mars og þeir beðnir að greiða í s.l. í dag 10.2 eða láta vita annars ef ekki ætti að taka þátt. Það hafa nokkrir greitt en enginn hringt svo við álítum að allir ætli að keppa og erum við búin að greiða keppnisgjöldin samkvæmt því. Gerið skil á keppnisgjöldum sem fyrst. 1 dans =2500 krónur. Reikningsnúmerið er 0162-05-268545;  Kennitala 510200-3060. Gott að hafa skýringu með. Kveðja Anna

 

Hokkíviðburður í kvöld

Í kvöld kl. 18:00 verður hörkuleikur á milli U18 ára landsliðsins og karlalandsliðsins.  Leikurinn er hluti af æfingaprógrammi liðanna, sem nú dvelja hér á Akureyri við stífar æfingar.  Þjálfari karlaliðsins er Sveinn nokkur Björnsson og honum til aðstoðar er Richard Tahtinen, en þjálfari U18 ára liðsins er Sergei Zak og honum til aðstoðar er Jón Gíslason.

 Á þessum tíma í dag var á dagskrá kvennaleikur en þar sem hann féll niður vegna veðurs var þessi leikur færður fram og því ætti enginn áhugamaður um íshokki að verða fyrir vonbrigðum í kvöld.

 Heyrst hefur að yngra liðið ætli sér að taka það eldra í gegn og sína þeim í tvö heimana.  Einhver unglingurinn hafði á orði að í eldra liðinu væru ekkert annað en hel-stirðar og gat-slitnar risaeðlur sem ekkert erindi ættu í unga og hrausta menn.

Kvennaleikjum frestað vegna slæmrar veðurspár

Sjá vef ÍHÍ

Engar æfingar hjá 3-4. og 5.flokki á laugardag

Æfingar falla niður hjá 3-4. og 5.flokki á laugardaginn vegna landsliðsæfinga.