06.01.2010
Garpar og Mammútar með forystu í riðlunum, bæði liðin með tvo sigra.
06.01.2010
U20 landsliðið gerði það sem ætlast var til af þeim og bar sigurorð af Tævan á mánudaginn og dag mætir liðið öðru Asíulandi en það er eitt af hinum illu öxulveldum, Norður Kórea. Við væntum sigurs úr þessum leik en líkt og fyrr þá liggja engar upplýsingar fyrir um mótherjana. Nú er fyrstu lotu lokið í leiknum og er staðan 2 - 1 fyrir Ísland. Áhugasamir geta fylgst beint með leiknum á
http://stats.iihf.com/Hydra/210/live/2471.html
04.01.2010
Fyrsta umferð janúarmótsins fór fram í kvöld. Garpar, Skytturnar, Fífurnar og Mammútar unnu í kvöld.
04.01.2010
Fyrsta umferð Janúarmótsins verður leikin í kvöld. Dregið verður í riðla fyrir leiki kvöldsins og er krullufólk því beðið um að mæta tímanlega.
03.01.2010
Í morgun hélt U20 landsliðið utan til keppni í 3.deild Heimsmeistaramótsins í íshokkí, sem að þessu sinni fer fram í Istanbul í Tyrklandi dagana 4. - 10 janúar. Liðið er nú í 3. deild en miklar vonir standa til þess að liðið vinni deildina að þessu sinni og vinni sér sæti í 2. deild að nýju þar sem liðið á réttilega heima. Mótherjar Íslands að þessu sinni eru N-Kórea, Tyrkir, Taipei, Ástralía, Búlgaría og Nýja-Sjáland. Þar sem liðin eru einu fleiri en venjulega er spilað í riðlum og Ísland var frekar heppið með riðil og spilar fyrst við Taipei, svo N-Kóreu og síðan Tyrkland áður en til úrslita kemur.
02.01.2010
Sarah hefur gert breytingar á æfingatöflunni, bæði ís og afís, svo skoðið hana vel. En 5. og 6. fl. mæta þó kl. 11 í fyrramálið og 7.fl. og byrjendur kl. 12 eins og tilkynnt var í pósti frá Kiddu (O:
01.01.2010
Erlendir keppendur sem hafa áhuga á að koma á Ice Cup óska eftir meðspilurum.