SA konur unnu Fjölni í vítakeppni
05.01.2025
SA og Fjölnir mættust í meistaraflokki kvenna hér í skautahöllinni á Akureyri í gær. Mikið jafnræði hefur verið með liðunum í ár og leikurinn í gær var engin undantekning. Leikurinn var markalaus fram í 3. lotu en þá náði Fjölnir forystunni með marki frá Kolbrúnu Garðarsdóttur eftir sendingar frá Berglindi Leifsdóttur og Hilmu Bergsdóttur. Skömmu síðar jafnaði svo Amanda Bjarnadóttir leikinn fyrir SA og þannig stóðu leikar að loknum venjulegum leiktíma.