SA konur unnu Fjölni í vítakeppni

SA og Fjölnir mættust í meistaraflokki kvenna hér í skautahöllinni á Akureyri í gær. Mikið jafnræði hefur verið með liðunum í ár og leikurinn í gær var engin undantekning. Leikurinn var markalaus fram í 3. lotu en þá náði Fjölnir forystunni með marki frá Kolbrúnu Garðarsdóttur eftir sendingar frá Berglindi Leifsdóttur og Hilmu Bergsdóttur. Skömmu síðar jafnaði svo Amanda Bjarnadóttir leikinn fyrir SA og þannig stóðu leikar að loknum venjulegum leiktíma.

Fyrstu heimaleikir ársins 2025 um helgina

Báðir meistaraflokkarnir okkar taka á móti liðum Fjölnis um helgina í fyrstu heimaleikjum ársins 2025. Hlökkum til að byrja árið á skemmtilegum og spennandi hokkíleikjum Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og forsala miða á Stubb. SA Kvenna Fjö Kl 16:45 SA Karla Fjö Kl. 19:30 Burger fyrir leik og í leikhléi. Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin. Forsala Miða kvenna: https://stubb.is/events/b8LQ8b Forsala Miða karla: https://stubb.is/events/oVLOXn