Aðalfundur stjórnar og foreldrafélags LSA

Aðalfundur stjórnar Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar, verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl:20:00 í skautahöllinni á Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf. Samhliða verður aðalfundur foreldrafélags deildarinnar haldinn. Allir velkomnir. Stjórnirnar.

Kertapeningar og áheitasöfnun

Þeir sem tóku þátt í kertasölu í vetur og vilja nota peningana til að niðurgreiða æfingabúðirnar mega vinsamlegast senda nafn, kennitölu og reikningsnúmer foreldris, sem og nafn skautaiðkanda á netfangið allyha@simnet.is og við leggjum inn á ykkur, enda styttist í að greiða eigi staðfestingagjald fyrir æfingabúðirnar.
 
Þá er áheitasöfnunin enn í fullum gangi og er síðasti skiladagur fyrir maraþonið um næstu helgi, söfnunin fer mjög hægt af stað, þannig að endilega skulum við setja í annan gír, svo að æfingabúðirnar geti verið sem ódýrastar. Ef ykkur vantar áheitablöð þá er einnig hægt að hafa samband við allyha@simnet.is
 

Ice Cup - opnunarhóf

Opnunarhóf Ice Cup verður miðvikudagskvöldið 29. apríl og hefst kl. 21.

Glæsileg vorsýning LSA - sumarfrí/vor-sumaræfingar

Við viljum óska öllum iðkendum LSA innilega til hamingju með frábæra vorsýningu. Á vorsýningunni komu allir iðkendur deildarinnar fram, byrjað var á yngstu iðkendunum og endað á eldri iðkendum. Aldrei hafa jafn margir áhorfendur komið á sýningu hjá LSA sem er mikið gleðiefni. Að lokinni vorsýningu hófst sumarfrí hjá iðkendum í 1., 2. og 3. hóp. Vor- og sumaræfingar verða settar upp fyrir 4. - 7. hóp á næstu dögum en fylgist vel með því hér á heimasíðunni. Hóffa á Bjargi verður með námskeið núna í maí þar sem farið verður í kennslu á æfingaprógrammi fyrir sumarfríið, t.d. hvernig á að skokka rétt o.s.frv. Hver og einn iðkandi í A og B flokkum og eldri C fær æfingaplan fyrir sumar"fríið". Það verður eitt æfingaprógramm fyrir þá sem fara í æfingabúðir ÍSS og LSA og annað æfingaprógramm fyrir þá sem einungis fara í æfingabúðir LSA. Gleðilegt sumar :)

Sumarbúðir ÍSS í Egilshöll - Reykjavík

Kæru foreldrar/forráðamenn og iðkendur. Undir lesa meira er að finna mikilvægar upplýsingar sem stjórn Skautasambands Íslands vill koma á framfæri. Enn eru nokkur pláss laus í æfingabúðirnar í Reykjavík í júní og er hægt að skrá sig til 1. maí en það er algjör lokaskráningardagur. Heildarnafnalista æfingabúðanna er einnig að finna undir lesa meira og er mjög mikilvægt að allir sem hafa skráð sig í æfingabúðirnar sjái nafn sitt þar, ef ekki þá verður að hafa samband við skrifstofu ÍSS (sjá lesa meira).

Ice Cup - leikjadagskrá og liðin

Tólf lið taka þátt í Ice Cup. Tveir erlendir leikmenn. Tvö lið enn án nafns.

Vorsýning LSA 2009

Vorsýning listhlaupadeildar SA verður haldin í dag kl. 17:30. Þemað að þessu sinni eru kvikmyndir. Aðgangseyrir er kr. 800, frítt fyrir 12 ára og yngri, ellilífeyrisþega og öryrkja. Foreldrafélag verður með kaffisölu í hléi og einnig lukkupakkasölu. Munið að við erum ekki með posa. Hvetjum alla til að koma og sjá alla iðkendur deildarinnar sýna :)

Ice Cup - leikreglur og tímasetningar

Keppnisfyrirkomulag á Ice Cup verður svipað og undanfarin ár, með örfáum breytingum þó, vonanti til batnaðar. Keppendur eru beðnir um að kynna sér reglurnar vel. Tólf lið taka þátt.

MARAÞON

Þið krakkar sem ætla að vera með í maraþoni, æfingabúðunum og áheitasöfnuninni hafið samband við mig og látið vita þið getið líka nálgast blöðin til mín.

kv. Allý, allyha@simnet.is - 895-5804

Tímaplan fyrir grunnpróf ÍSS

Hér er gróft tímaplan yfir grunnprófin á morgun föstudaginn 24. apríl.