Ice Cup að hefjast

Opnunarhóf á miðvikudagskvöld kl 20:30.

SA með 3 gullverðlaun á Vormóti ÍSS og Aldís Kara bætti Íslandsmetið

Vormót ÍSS fór fram nú um helgina í Laugardal en SA vann þar til þriggja gullverðlauna. Iðkenndur SA unnu einnig til fjögurra silfurverðlauna og tveggja bronsverðlauna á mótinu. Stærsta afrek helgarinnar var þó nýtt Íslandsmet sem Aldís Kara Bersdóttir setti þegar hún fékk 112.81 stig en eldra metið átti hún sjálf frá því í febrúar þegar hún náði 108.45 stigum á Reykjavíkurleikunum.

Kvennalið SA Íslandsmeistarar 2019

Kvennalið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöld þegar liðið lagið Reykjavík með 7 mörkum gegn engu í öðrum leik úrslitakeppninnar. Frábært tímabil að baki hjá SA liðinu sem vann alla 14 leiki sína í deildar- og úrslitakeppninni.

Kvennalið SA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á skírdag

Kvennalið SA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitlinn í íshokkí á skírdag þegar liðið mætir Reykjavíð öðru sinní í Úrslitakeppninni. Leikurinn hefst kl. 16.45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA vann fyrsta leikinn syðra með 4 mörkum gegn 1 en tvo sigra þarf til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Frítt inn á leikinn. Mætum í rauðu og styðjum okkar lið til sigurs!

Íslandsmótið í krullu 2019

Ice Hunt Íslandsmeistarar 2019

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí spilar uppá gull

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí hefur þessa vikuna verið við keppni á heimsmeistaramótinu (Deild 2 B) sem að þessu sinni fer fram í Rúmeníu. Skautafélag Akureyrar á þar 11 fulltrúa auk þess sem Jón Gíslason er aðalþjálfari liðsins. Liðið er búið að tryggja sig í verðlaunasæti og er enn í baráttunni um gullið eftir örugga sigra á liðum Rúmeníu, Króatíu og Tyrklands en naumt tap gegn Nýja-Sjálandi þar sem markmaður Nýsjálendinga átti stórleik. Síðustu leikir mótsins verða spilaðir á morgun og mætir Ísland sterku liði Chinese Taipei kl. 13:30 á íslenskum tíma.

Íslandsmótið 2019

Leikjum kvöldsins frestað

Átta frá SA í U-18 landsliði Íslands sem hefur leik á HM í dag

Átta leikmenn frá SA eru hluti af U-18 landsliði Íslands sem keppir á Heimsmeistaramótinu í íshokkí 3. deildar sem haldið er í Sófíu í Búlgaríu. Fyrsti leikur liðsins er í dag þegar liðið mætir heimaliðinu Búlgaríu. Leikurinn hefst kl. 20.00 á staðartíma sem er kl. 18.00 á íslenskum tíma og má sjá í beinni útsendingu hér. Fylgjast má með dagkrá mótsins og tölfræðinni hér.

Íslandsmótið í krullu 2019

Ice Hunt óstöðvandi á Íslandsmótinu

SA Víkingar Íslandsmeistarar 2019

SA Víkingar unnu Skautafélag Reykjavíkur á laugardag í þriðja sinn í úrslitakeppninni og lönduðu þar með Íslandsmeistaratitlinum fyrir árið 2019 á heimavelli. SA Víkingar unnu leikinn á laugardag 4-1 og úrslitakeppnina þar með 3-0. Nánast fullkomið ár hjá SA Víkingum að baki en liðið vann alla 3 titlana sem í boði voru á tímabilinu, Lýsisbikarinn, deildarmeistaratitilinn og svo að lokum Íslansmeistaratitilinn ásamt því að hafa farið lengst allra íslenskra liða í evrópsku Continental Cup í haust og vakið verskuldaða athygli.