19.08.2019
Sarah Smiley hefur verið ráðin íþróttastjóri Skautafélags Akureyrar. Staða íþróttastjóra er ný hjá Skautafélaginu en hlutverk þess að efla samstarf milli deilda félagsins og hafa umsjón með nýliðunarstarfi. Auk þess mun íþróttastjóri sjá um niðurröðun æfingartíma félagsins, vera í samvinnu við Akureyrarbæ um samfelldan vinnudag barna og umsjón við skautakennslu í skólum.
16.08.2019
Við viljum kynna fyrir ykkur þjálfara teymið okkar í vetur. Heiða verður þjálfari skautaskólans og 4. hóp í vetur og bjóðum við hana velkomna hún kom til okkar í sumar og búin að vera með 3 námskeið sem öll hafa gengið mjög vel. Darja verður áfram yfir þjálfari hjá okkur og sér um þjálfun á 1.- 3. hóps og aðstoðar Heiðu einnig. Bergdís verður með Darju með 3. hóp og mun sjá um upphitun og afís æfingar hjá 3. hóp mánudag og miðvikudag ásamt afís æfingar hjá 2. hóp sömu daga. Við bjóðum Bergdísi velkomna til starfa. Gugga mun svo aðstoða Darju með 1. og 2. hóp. Við bjóðum Guggu einnig velkomna til starfa.
22.06.2019
Listhlaupadeild SA verður með sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 4-10 ára í júlí
12.06.2019
Sami Lehtinen hefur skrifað undir samning við SA hokkídeild og tekur við sem yfirþjálfari fyrir komandi tímabil. Sami verður yfirþjálfari meistaraflokkanna, 2. flk , 3. flk og 4. flk ásamt því að stýra markmannsþjálfun. Hann mun einnig gegna hlutverki þróunastjóra og koma að stefnumótun deildarinnar til langs tíma.
28.05.2019
Þá er búið að staðfesta þann orðróm sem hefur verið á kreiki um að Heimsmeistaramótið í íshokkí kvenna verður haldið á Akureyri daganna 23. - 29. febrúar 2020. Þetta er í annað sinn sem slíkt mót er haldið á Akureyri og virkilega ánægjulegt að Akureyri sé orðin fullviðurkenndur keppnistaður fyrir mót af þessari stærðargráðu. Íslenska kvennalandsliðið er þáttakandi á mótinu og því enþá skemmtilegra fyrir okkur Akureyringa að fá slíkt mót hingað heim. Frekari fréttir af mótinu koma von bráðar en við getum allavega farið að hlakka til ársins 2020.
16.05.2019
Þann 23. maí næstkomandi, kl. 17:30 mun Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur halda fyrirlestur um næringu og árangur í íþróttum í stóra sal Háskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn er ætlaður fyrir iðkendur 13 ára og eldri ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum sem áhuga hafa.
15.05.2019
Vorsýning listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar verður haldin sunnudaginn 19.maí kl 17. Þar munu allir iðkenndur deildarinnar sýna listir sínar. Þemað að þessu sinni er MAMMA MIA🎉
Miðaverð 1500kr, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Við lofum góðri skemmtun! 😊
15.05.2019
Sparisjóður Höfðhverfinga hefur veitt Skautafélagi Akureyrar fjárstyrk sem afhenntur var á aðalfundi sparisjóðsins á Grenivík á dögunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sparisjóðurinn styrkir íþróttafélög á Akureyri en tvö önnur félög í bænum fengu einnig styrk. Styrknum verður varið í barna- og unglingastarf deilda Skautafélagsins og kann félagið þökkum til sparisjóðsins fyrir fjárstyrkinn sem mun komast til góðra nota í þágu iðkennda.
07.05.2019
Vormót hokkídeildar hófst í gær en um 140 þáttakendur eru í mótinu í ár í 13 liðum og 4 deildum. Spilað verður alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og sunnudaga í maí en síðustu leikirnir fara fram 26. maí. Liðskipan og dagskrá má finna hér vinstra megin á valmyndinni á hokkísíðunni. Góða skemmtun!