Snillingarnir okkar stóðu sig vel á Vinamóti LSA og Frost um helgina

LSA átti 5 keppendur á Vinamóti LSA um helgina.

Velheppnuðu Vinamóti LSA og Frost 2019 lokið

Í gær laugardaginn 16.mars fór fram Vinamót LSA og Frost 2019 í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið fór vel fram og voru það ánægðir skautarar sem kvöddu höllina um miðjan dag í gær. Ánægjuleg viðbót var á þessu móti, en skautarar frá Special Olympics hópum Asparinnar var í fyrsta sinn boðið til þátttöku á Vinamót.

SA Víkingar eiga möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardag

SA Víkingar sigruðu Skautafélag Reykjavíkur öðru sinni í úrslitakeppninni í íshokkí syðra í gær. Leikurinn endaði með sömu markatölu og sá fyrsti, 3-2 SA í vil. SA Víkingar geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á laugardag með sigri. Leikurinn hefst kl. 16.30 og við hvetjum alla til að mæta í stúkuna í rauðu og hvetja okkar lið til sigurs! Miðaverð 1500 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Exton sjá um inngönguna og Lemon verður með samlokurnar sínar í stúkunni.

Uppfærð dagskrá Vinamóts Frost og LSA 2019

Uppfært 00:28 16.3 Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Vinamóts Frost og LSA 2019

Dagskrá Vinamóts Frost og LSA 2019

Dagskrá Vinamóts Frost og LSA 2019, birt með fyrirvara um breytingar.

SA Víkingar með sigur í fyrsta leik í úrslitakeppninni

SA Víkingar sigraði SR 3-2 í gærkvöld í fyrsta leik úrslitakeppninnar í íshokkí í æsispennandi leik en sigurmarkið kom ekki fyrr en í framlengingu. SA Víkingar leiða þá einvígið 1-0 en næsti leikur er strax á fimmtudag í Laugardalnum.

Íslandsmótið í krullu 2019

Ice Hunt á toppnum eftir sigur á Riddurum

Úrslitakeppnin í íshokkí hefst á morgun

Úrslitakeppnin í íshokkí hefst annað kvöld, þriðjdaginn 12. mars kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar taka þá á móti Skautafélagi Reykjavíkur en SA Víkingar eru deildarmeistarar og byrja því á heimavelli. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn en leikið verður til skiptis heima og að heiman. Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Lemon og Exton verða á staðnum eins og í síðustu leikjum og við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit. Áfram SA! Leikirnir í úrslitakeppninni:

Byrjendanámskeið hefst á mánudag

Mánudaginn 11. mars hefst nýtt byrjendanámskeið hjá Skautafélaginu en hægt er að velja milli þess að æfa listhlaup eða íshokkí. Listhlaupanámskeiðið er fyrir 4 ára og eldri en íshokkí einungis fyrir 4-6 ára. Námskeiðið er kennt alla mánudaga og miðvikudaga kl. 16.30-17.15 í 5 vikur. Námskeiðið kostar 5000 kr.

Íslandsmótið í krullu 2019

Önnur umferð Íslandsmótsins leikin á mánudagskvöldið