SA Víkingar hefja titilvörnina á laugardag

SA Víkingar hefja leik í Hertz-deildinni á laugardag þegar liðið tekur á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri kl. 16.45. Lið SA Víkinga er mikið breytt frá síðasta tímabili og nýr þjálfari er komin í brúnna, Finninn Sami Lehtinen, sem hefur komið með nýjar áherslur í nýjan og yngri hóp leikmanna.

Íþróttafyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni

Pálmar Ragnarsson er stórskemmtilegur fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti sem hann hefur flutt víðs vegar um landið. Fimmtudaginn 26. september mun Pálmar halda þrjá ólíka fyrirlestra í boði ÍBA, ÍSÍ, Akureyrarbæjar og Háskólanum á Akureyri.

SA Víkingar grátlega nálægt sigri í síðasta leiknum í Evrópukeppninni

SA Víkingar töpuðu naumlega síðast leik sínum í Evrópukeppninni í gær gegn heimaliðinu Zeytingburnu Istanbul, lokatölur 3-4. SA Víkingar voru komnir í góða stöðu og leiddu leikinn 3-1 eftir aðra lotu en þrjú mörk Zeytinburnu í lokalotunni urðu okkur að falli. Egill Birgisson, Matthías Stefánsson og Andri Mikaelsson skoruðu mörk Víkinga í leiknum. SA Víkingar töpuðu því öllum þremur leikjum sínum í Evrópukeppninni og lentu í 4. sæti riðilsins. Crvena Svesda Berlgrade vann alla sína leiki og fer áfram í keppninni.

SA Víkingar mætir til Tyrklands og mæta Serbísku meisturunum í dag

SA Víkingar eru nú mætir til Istanbul í Tyrklandi og hefja leik í Evrópukeppni félagsliða í dag. Víkingar hefja nú leik í A-riðli þar sem við munum mæta liðum frá Serbíu, Búlgaríu og Tyrklandi. Mótherjinn í fyrsta leik eru serbísku meistararnir Crvena Svezda Belgrade sem eru fyrirfram taldir sterkasta liðið í mótinu. Leikurinn hefst kl. 13.00 á íslenskum tíma og við bíðum eftir að fá straum á beina útsendingu og munum birta hann um leið og hann berst. Við sendum baráttukveður til strákann í Istanbul og fylgjumst spennt með. Hér má finna tölfræðina í riðlinum og skoða mótherjanna nánar.

Marta stendur sig vel á Grand Prix

Marta María Jóhannsdóttir skautaði stutta prógramið sitt í gær á Grand Prix sem fram fer í Gdansk í Póllandi. Marta stóð sig með prýði og fékk 36.71 stig og er í 29. sæti sem stendur. Marta skautar frjálsa prógramið í dag og er gert ráð fyrir að hún stígi á ísinn kl. 15.27 og má sjá beina útsendingu hér en útsendingin hefst kl. 14.10. Við óskum Mörtu góðs gengis í dag og hér má sjá stutta prógramið hjá henni í gær.

Krullan byrjar í kvöld

Fyrsta krulluæfing vetrarins 16. september

Heiðursfélagi, Ingólfur Ármannsson, fellur frá.

Ingólfur lést þann 1. september á 83. aldursári og var jarðsunginn frá Akureyrarkirju föstudaginn s.l. Ingólfur fæddist í Innbænum þann 22. desember 1936 – níu dögum áður en faðir hans fór á fund á nýársdag þar sem Skautafélag Akureyrar var stofnað. Hann lærði kornungur á skauta undir handleiðslu Stefaníu systur sinnar. Ingólfur var fæddur og uppalinn í Aðalstræti 62, þar sem aðstæður voru þannig á veturna að ef systkinin ætluðu á skauta þá var farið út um forstofudyrnar og yfir götuna, þar sem skautasvellið beið, en ef farið var á skíði þá var farið út bakdyramegin – þar sem brekkurnar biðu. Lífið snerist um skauta og skíði og Ingólfur keppti á þó nokkrum mótum árin 1953-61 og fór ásamt nokkrum félögum Í S.A. til æfinga í Lillehammer veturinn 1956.

Haustmót ÍSS

Haustmót ÍSS fór fram í Laugardalnum um nýliðna helgi. Þar stóðu okkar stúlkur sig gríðarlega vel.

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar 25. september

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar SA verður 25. september n.k. kl.20. Fundurinn verður haldinn í fundarherberginu í skautahöllinni. Efni: Venjulega aðalfundarstörf- kosið um lagabreytingu Hvetjum sem flesta til að mæta á fundinn þar sem verður farið yfir síðasta vetur og hvað er framundan í vetur. Einnig hvetjum við þá sem eru áhugasamir um að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins.

SA Víkingar fara vel af stað í Lýsisbikarnum

Ungt lið SA Víkinga sigraði Björninn á sunnudag í fyrstu umferð Lýsisbikarsins með þremur mörkum gegn tveimur. Sigurmarkið kom í framlengingu en það var engin annar en landsliðsfyrirliðinn Ingvar Jónsson sem skoraði markið með glæsilegu einstaklingsframtaki. SA Víkingar eru með flest stig eftir fyrstu umferðina en liðið fékk einnig fullt hús stiga á laugardag þar sem SR gaf þann leik.