15.04.2025
Sextán ungir og efnilegir íshokkí leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt.
15.04.2025
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann til bronsverlauna á HM í 2. deild A sem lauk í fyrradag í Bytom í Póllandi eftir að Spánn vann Pólland í lokaleik mótsins og urðu þá vonir um silfurverðlaun að engu. Spánn sigraði því mótið en eina tap liðsins var gegn Íslandi og Pólland fékk silfurverðlaun. Árangurinn er þrátt fyrir allt sá besti sem liðið hefur náð frá upphafi en 20 ár eru síðan Íslands sendi fyrst kvennalandslið til keppni.
14.04.2025
SA Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í þriðja leik í einvíginu við Skautafélag Reykjavíkur á fimmtudaginn. Úrslitakeppnin var heldur óvenjuleg að þessu sinni eða a.m.k. upphaf hennar vegna kærumála hvar Fjölnir og SR fengu úr því skorið fyrir dómstólum hvort liðið myndi mæta SA í úrslitum. Málaferlin töfðu úrslitakeppnina í eina viku en tímann nýttu okkar menn vel og æfðu í raun sleitulaust í tvær vikur fyrir átökin.
12.04.2025
Garpar Íslandsmeistarar í krullu 2025
09.04.2025
SA Víkingar taka á móti SR í þriðja leik úrslitakeppni karla í Skautahöllinni annað kvöld, fimmtudag kl. 19:30. SA Víkingar leiða einvígið 2-0 og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á morgun. Það er sjáfsagt að það er skyldumæting á leikinn fyrir alla SA-inga en við búumst við húsfylli svo við mælum með að fólk tryggi sér miða í forsölu á Stubb.
03.04.2025
Nú er ljóst að SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Toppdeild karla á laugardag, 5. apríl kl 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Við ætlum að fylla stúkuna og hvetja okkar lið til sigurs!
01.04.2025
SA Víkingar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina sem gæti hafist á laugardag. Liðið lék æfingaleik á sunnudag til þess að halda sér á tánum en liðið hefur nú fengið góðan tíma til að undirbúa sig vel og er klárt í slaginn. Hvaða liði við mætum þar á enn eftir að kom í ljós en málið er nú í farvegi hjá áfrýjunardómstóli ÍSÍ og ætti niðurstaða að liggja fyrir á allra næstu dögum. Miklar líkur eru því á að úrslitakeppnin hefjist á laugardag á heimavelli SA Víkinga í Skautahöllinni á Akureyri og hefst þá leikurinn kl. 16:45. Forsala miða opnar í Stubb um leið og búið er að afgreiða málið svo og við hvetjum fólk til þess að fylgjast vel með og tryggja sér miða.
27.03.2025
Iðkendur SA í íshokkí og listskautum luku á mánudag við gerð samskiptasáttmála fyrir iðkendur og félagsmenn Skautafélags Akureyrar. Sáttmálinn er leiðarvísir til að viðhalda og styrkja jákvæða menningu innan félagsins. Sáttmálinn er afurð vinnu sem félagið fór af stað með í haust þar sem markmiðið er að auka umburðarlyndi og almenna virðingu innan félagsins í forvarnarskyni gegn hatursorðræðu, fordómum og ofbeldi.
26.03.2025
Fengum þennan fallega hóp í heimsókn til okkar
25.03.2025
Sú sérkennilega staða er komin upp að úrslitakeppninni í Toppdeild sem hefjast átti á laugardag er frestað til 5. Apríl. SA Víkingar áttu að taka þar á móti Skautafélagi Reykjavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar á Akureyri laugardaginn 29. mars. Það sem hefur gerst er að Fjölnir kærði leik Skautafélag Reykjavíkur gegn Skautafélagi Akureyrar sem fór fram 22. febrúar vegna notkunar á ólöglegum leikmanni en SR vann þann leik 3-0. Úrskurður íþróttadómstóls ÍSÍ var svo birtur um helgina þar sem kveðið er um að SR skuli sætta refsingu og tapar leiknum 10-0. Þetta þýðir að Fjölnir jafnar SR bæði að stigum og nær hagstaðara markahlutfalli í deildarkeppninni og nær því öðru sætinu af Skautafélagi Reykjavíkur. Stjórn íshokkísambands Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þessa úrskurðar ÍSÍ um að úrslitakeppninni sé frestað til 5. apríl svo hægt sé að ákvarða hvort liðið mætir Skautafélagi Akureyrar í úrslitakeppninni.