14.02.2025
Uppsetning á leikjum fyrri umferðar
14.02.2025
Mánudaginn 17. febrúar hefjast fyrstu leikir á íslandsmótinu.
14.02.2025
Sædís Heba Guðmundsdóttir lauk keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær en hún endaði í 22. sæti af 33. keppendum. Sædís fékk 36.58 stig fyrir stutta prógrammið sitt og svo 66.33 í frjálsa prógramminu í gær og 102.91 stig í heildina. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (Eyof) eru einskonar Ólympíuleikar ungmenna í Evrópu en 45 þjóðir taka þátt í leikunum sem fer fram í Gergíu í fyrsta sinn. Listskautakeppnin var haldin í glænýrri höll í Batumi en þar var einnig keppt í skautahlaupi og íshokkí. Sædís og hópurinn hennar sem kepptu í Batumi ferðast í dag til Bakuriani þar sem lokahátíðin fer fram.
Við óskum Sædísi og Jönu þjálfara hennar til hamingju með þennan frábæra árangur. 💐
10.02.2025
Það voru þrír heimaleikir SA í Toppdeildunum í Skautahöllinni um helgina en liðin okkar tóku 6 stig úr leikjunum þremur og tryggðu bæði lið sér sæti í úrslitakeppnunum. Meistaraflokkur karla vann Fjölni á laugardag og kvennalið SA vann Fjölni í vítakeppni á laugardag en Fjölnir hafði betur í vítakeppni á sunnudag.
06.02.2025
Norðurlandamótið á listskautum sem fer fram í Asker í Noregi hefst í dag en Skautasamband Íslands sendir 4 keppendur til keppni sem allar að keppa í Advanced Novice girls. Við eigum einn keppanda í þessum hópi hana Ylfu Rún Guðmundsdóttir sem er á leið á sitt fyrsta Norðurlandamót. Ásamt Ylfu Rún keppa þær Elín Katla og Arna Dís frá Fjölni og Katla Karítas frá Skautafélagi Reykjavíkur. Ylfa skautar stutta prógramið sitt í dag en Ylfa er fyrst á ísinn í öðrum upphitunarhóp sem hefst kl. 15:25 á íslenskum tíma og hægt er að horfa á streymi af keppninni hér. Ylfa skautar svo frjálsa prógramið á morgun föstudag en mótið klárast svo á laugardag.
Við óskum Ylfu og öllum íslenska hópnum velgengni og hlökkum til að fylgjast með ykkur.
05.02.2025
Það er risa hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum okkar en það verða þrír heimaleikir spilaðir í Skautahöllini um helgina. SA Víkingar mæta Fjölni á laugardag og meistaraflokkur kvenna spilar tvíhöfða við Fjölni laugardag og sunnudag. SA Víkingar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni við Fjölni og SR en SA Víkingar eru í lykilstöðu með 3 stiga forskot á SR og 8 stiga forskot á Fjölni og eiga einnig leiki til góða. Kvennaliðið okkar er í góðri stöðu um sæti í úrslitakeppninni með 12 stiga forskot á SR en 3 sigum á eftir Fjölni svo leikirnir um helgina geta einnig skorið úr um hvaða lið nær heimaleikjarétt. Við búumst við frábærum hokkíleikjum um helgina og ætlum að fyllum stúkuna og styðja okkar lið til sigurs takk fyrir.
31.01.2025
Á miðvikudag fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2025 í Menningarhúsinu Hofi en þar fékk Skautafélag Akureyrar veglegan styrk. Verkefnið sem Skautafélag Akureyrar fékk styrk fyrir eru skautar fyrir byrjendur á listskautum en en Stella Pauli tók við styrknum fyrir hönd Skautafélagsins. Skautafélag Akureyrar kann Norðurorku miklar þakkir fyrir styrkinn og þáttöku þess í samfélagsverkefnum á starfsvæðinu.
28.01.2025
Um helgina fór fram MaggaFinns mótið í íshokkí í Skautahöllinni þar sem 9 lið heldri manna lið í blönduðum kynjum kepptu um MaggaFinns bikarinn eftirsótta. Mótið í ár markaði ákveðin tímamót því 20 ár eru síðan Magnús Einar Finnsson fyrrverandi formaður Skautafélags Akureyrar til margra ára lést en hann var meðal fyrstu manna sem tekin var inn í Heiðursstúku Íshokkísambands Íslands fyrir sín störf fyrir íshokkí á Íslandi.
27.01.2025
Íslenska U20 landsliðið tapaði lokaleiknum sínum á HM naumlega með tveimur mörkum gegn þremur á móti Ísrael en ljóst var að sigur í leiknum gaf silfuverðlaun í mótinu. Ísrael fékk því silfrið en riðillinn var það jafn að Ísland datt niður í 5. sæti. Það má þó segja að frammistaða liðsins hafi verið góð og að gera jafn góða atlögu að verðlaunasæti og raunin varð er mjög ásættanlegur árangur. Við óskum liðinu til hamingju með gott mót og hlökkum til að fylgjast með þessu liði til framtíðar.
25.01.2025
U18 kvennalandslið Íslands vann silfurverðlaun á HM í 2. deild B en liðið mátti sæta 0-2 tapi gegn Tyrkjum í hreinum úrslitaleik um gullverðlaunin. Lokaleikurinn var mjög jafn en íslenska liðinu tókst hreinlega ekki að brjótast í gegnum Tyrkneska múrinn sem var hvattur áfram af stútfullri höll í Istanbúl og eflaust mikil upplifun fyrir okkar ungu stelpur en ekki alveg umhverfi sem liðið á að venjast. Íslenska liðið lék við hvern sinn fingur í mótinu og sýndi frábæra frammistöðu og jafnaði sinn besta árangur frá síðasta ári. Úrslitin í lokaleiknum eru eðlilega ákveðið svekkelsi fyrir íslenska liðið sem skapaði langflest marktækifæri allra liða á mótinu og var einnig tölfræðilega með bestu vörnina. Við óskum liðinu til hamingju með árangurinn og frammistöðuna og ljóst að framtíðin er virkilega björt.