Önnur umferð janúarmótsins

Víkingar efstir í B riðli eftir tvær umferðir. 

Myndir úr 2. fl. leiknum 3.1.09.

Smella hér til að skoða myndir.

Janúarmótið önnur umferð

Önnur umferð undankeppni Janúarmótsins verður miðvikudagskvöldið 7 janúar.

Landsliðstreyjur til sölu !!

Eigum til sölu landsliðstreyjur hvítar og bláar í stærðum L-XL-XXL og markmannstreyjur.  Treyjan kosta 6000 kr.  Áhugasamir hafi samband við Elsu nordurgata50@simnet.is eða í síma 896-3261.  Takmarkað magn - fyrstir koma fyrstir fá.

Bara svo þið gerið ykkur grein fyrir  því hvað þetta er ódýrt þá eru þessar sömu treyjur til sölu hjá IHI http://www.ihi.is/?webID=1&i=52&s=105  á litla 145$

Janúarmótið hófst í kvöld

Fyrstu leikir í riðlakeppni janúarmótsins leiknir í kvöld. 

Frostmót 11 janúar 2009

Dregið verður í keppnisröð fyrir Frostmótið í Skautahöllinni á Akureyri föstudaginn 9. janúar klukkan 18:00, hvetjum alla keppendur til að mæta.

 

C-MÓT DESEMBER 2008

C- mótið í Egilshöllinni í desember var tekið upp, ef þið viljið fá það á disk hafið þá samband sem fyrst og ég redda því.

Allý, allyha@simnet.is  s.- 895-5804

Danstímar hefjast 15. janúar

Danstímar verða á sama tíma og á samastað, þ.e.a.s. í KA heimilinu fimmtudaga milli 16:30 og 17:30, fyrsti tíminn á nýju ári er þann 15. janúar.

 

Kvennaliðið sigrar 6 - 3

Á laugardagskvöldið mættust hér í Skautahöllinni SA og Björninn í kvennaflokki.  Liðin hafa verið nokkuð jöfn í vetur og viðureignirnar jafnan spennandi.  SA fór betur af stað og náði tveggja marka forystu með mörkum frá Hrund Thorlacius og Söruh Smiley í fyrstu lotu og þannig stóðu leikar eftir lotuna og útlitið bjart fyrir heimastúlkur.

Myndir úr kvennaleiknum 3.1.09

Smella hér til að skoða myndir.