Íslandsmótið í 3.fl. hefst hér í Skautahöllinni um helgina
08.10.2010
Laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. okt. fer fram í Skautahöllinni hér á Akureyri fyrsti hluti af þremur í Íslandsmóti 3.flokks. Mótið hefst kl. 16,30 á laugardeginum. Þarna eru á ferðinni margir upprennandi og efnilegir íshokkímenn bæði í nútíð og framtíð og hvetjum við því alla vini, vandamenn og aðra aðdáendur hollra og skemmtilegra íþrótta til að mæta sér til skemmtunnar og hvetja sína menn. Dagskránna er hægt að skoða hér. ÁFRAM SA ............