Íslandsmótið í 3.fl. hefst hér í Skautahöllinni um helgina

Laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. okt. fer fram í Skautahöllinni hér á Akureyri fyrsti hluti af þremur í Íslandsmóti 3.flokks. Mótið hefst kl. 16,30 á laugardeginum. Þarna eru á ferðinni margir upprennandi og efnilegir íshokkímenn bæði í nútíð og framtíð og hvetjum við því alla vini, vandamenn og aðra aðdáendur hollra og skemmtilegra íþrótta til að mæta sér til skemmtunnar og hvetja sína menn. Dagskránna er hægt að skoða hér.    ÁFRAM SA ............

"Houston, she's got a problem!"

Bob Cowan, Skoti á eftirlaunum, heldur úti skemmtilegri og fróðlegri bloggsíðu um krullu.

Myndir úr leik Jötna og Víkinga

Þá eru komnar myndir úr leik Jötna og Víkinga sem spilaður var í gærkveldi. Þær eru hér.

Akureyrarmótið: Fífurnar á sigurbraut

Fífurnar hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í mótinu.

SKAUTAHLÍFAR - SKAUTABUXUR

Var að fá mjúkar skautahlífar sem gott er að hafa á skautunum í skautatöskunum. Var líka að fá svörtu flís skautabuxurnar sem koma niður fyrir skautann í stærðum 6-8, 8-10, 10-12 og 12-14.  MINNI á skautatöskurnar sem eru með sér hólfi fyrir skautana.

Endilega hringið, sendið SMS eða mail og komið svo og skoðið - mátið.

Allý - 8955804 / allyha@simnet.is

Víkingar unnu Jötna, 5 - 1

Í gærkvöldi mættust hér í Skautahöllinni Akureyrar og Skautafélagsliðin Víkingar og Jötnar.  Þetta er fyrsta viðureign liðanna og það var virkilega skemmtilegt að sjá þennan stóra leikmannahóp etja kappi.  Í lið jötnanna voru mættir nokkrar gamlar kempur sem ánægjulegt var að sjá aftur í galla, t.d. Erling Heiðar Sveinsson, Elvar Jónsteinsson og Geira Geira auk þess sem Árni Jónsson var mættur í vörnina ásamt Úlfi.

Akureyrarmótið: Þriðja umferð í kvöld

Þriðja umferð Akureyrarmótsins í krullu verður leikin í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. október.

Leikir kvöldsins

Í kvöld kl 19.30 fara fram tveir leikir í Íslandsmótinu þegar Jötnar og Víkingar mætast og Björninn tekur á móti SR í Egilshöll. Staðan í deildinni er þannig að SA, Jötnar og Björninn eru öll með 3 stig en SR situr á botninum með ekkert stig. Leikirnir í kvöld munu því skera úr um hvaða lið mun sitja á toppnum fram að helgi að minnsta kosti.

Yfirlit um mót erlendis

Langar þig á mót erlendis en veist ekki hvar þú átt að leita upplýsinga?

Akureyrarmótið: Fífurnar efstar með tvo sigra

Önnur umferð Akureyrarmótsins var leikin í kvöld.