Goðamótið: Búið er að draga í keppnisröð

Búið er að draga í keppnisröð á Goðamótinu sem fram fer um helgina. Sjá nánar hér:

Phantons sterkar á svellinu

Nú er þremur leikjum á NIAC lokið.  Síðustu tveir leikir hafa verið á milli blárra og hvítra gegn hinum bresku í Slough Phantoms.  Það er skemmst frá því að segja að þær bresku eru gríðarlega sterkar og unnu þær nokkuð auðvelda sigra á okkar stúlkum en fyrri viðureignin sem var gegn Bláum fór 12 - 1 og sá seinni sem var gegn Hvítum fór 11 - 1.

Goðamótið

Undir lesa meira má sjá þá sem skráðir eru til keppni á Goðamótið um næstu helgi, vinsamlegast lítið yfir listann og athugið hvort að hann passi ekki örugglega. Ef einhvern vantar á hann, vinsamlegast hafið samband við didda@samvirkni.is

Generalprufa fyrir Basic test/grunnpróf ÍSS

Generalprufa verður fyrir þá iðkendur sem skráðir eru í Basic test/grunnpróf ÍSS núna í vor mánudaginn 12. apríl og þriðjudagsmorguninn 13. apríl. Lesið töfluna vel yfir því iðkendum hefur verið skipt niður í litla hópa eftir því í hvaða próf þeir fara. Allir iðkendur fá tíma í generalprufu í basic hluta (áttur) og einnig æfingaís til að æfa free test element (prógrammahluta). Ef eitthvað er óljóst má hafa samband við Helgu Margréti þjálfara í gegnum tölvupóst eða á æfingu á miðvikudaginn næsta 7. apríl. Þeir iðkendur sem ekki fara í próf núna í vor eru ekki á listanum en ef þeir hafa áhuga á að koma og æfa sig þennan dag hafið þá samband við Helgu Margréti.

Fyrsta leik í NIAC lokið með sigri Hvítra

NIAC mótið hófst í dag á leik Hvítra og Blárra og voru það þær fyrrnefndu sem báru sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu.  Liðin eru mjög jöfn að styrkleika og eftir fyrsta leikhluta var enn markalaust jafntefli.  Í 2. lotu voru það hvítir sem skoruðu eina markið en þar var á ferðinni Flosrún Vaka sem skoraði af öryggi framhjá Margréti Vilhjálmsdóttur í marki Blárra. 

 

Myndataka -áríðandi að allir mæti.

Það verða teknar myndir af yngri flokkunum núna í april sem verða síðan afhentar öllum leikmönnum á vorhátíð viðkomandi flokks.
Það er mjög mikilvægt að allir leikmenn mæti í myndatöku.
3 flokkur fer í myndatöku á æfingu 13 april.
4 -5 -6 -7 flokkur og byrjendur fara í myndatöku sunnudaginn 11 april.
Foreldrafélag Hokkídeildar SA

NIAC byrjar á morgun

Á morgun hefst NIAC (Northern Iceland Adventure Cup) kvennamótið hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Á mótinu keppa tvö lið sem búin voru til sérstaklega út af þessu móti, auk landsliðsins og breska liðsins Slough Phantoms en þetta er í fyrsta skiptið sem hingað kemur breskt hokkílið.   Íslensku liðin tvö eru sett saman úr landsliðsleikmönnum auk nokkurra annarra til, og eru kennd annars vegar við blátt og hins vegar við hvítt.

NIAC hefst á morgun

Á morgun hefst NIAC (Northern Iceland Adventure Cup) kvennamótið hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Á mótinu keppa tvö lið sem búin voru til sérstaklega út af þessu móti, auk landsliðsins og breska liðsins Slough Phantoms en þetta er í fyrsta skiptið sem hingað kemur breskt hokkílið.   Íslensku liðin tvö eru sett saman úr landsliðsleikmönnum auk nokkurra annarra til, og eru kennd annars vegar við blátt og hins vegar við hvítt.

NIAC byrjar á morgun

Á morgun hefst NIAC (Northern Iceland Adventure Cup) kvennamótið hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Á mótinu keppa tvö lið sem búin voru til sérstaklega út af þessu móti, auk landsliðsins og breska liðsins Slough Phantoms en þetta er í fyrsta skiptið sem hingað kemur breskt hokkílið.   Íslensku liðin tvö eru sett saman úr landsliðsleikmönnum auk nokkurra annarra til, og eru kennd annars vegar við blátt og hins vegar við hvítt.

Kvennaliðið vann og gaf tóninn fyrir úrslitakeppnina

Í dag mættust SA og Björninn í kvennaflokki og lauk leiknum með 3 - 1 sigri heimakvenna eftir mikla baráttu í þrjár lotur.  Leikurinn fór af stað með miklum látum og fyrsta markið leit dagsins ljós eftir aðeins 38 sekúndur, en þá skoraði fyrirliði SA Rósa Guðjónsdóttir eftir sendingu frá Guðrúnu Blöndal.  En Adam, eða öllu heldur Eva, var ekki lengi í paradís því Flosrún Vaka jafnaði leikinn fyrir Björninn aðeins rúmri mínútu síðar og þannig stóðu leikar alveg fram í 3. lotu.