Íslandsmótið: Garpar einir á toppinn

Mammútar misstigu sig, Garpar unnu sinn leik.

Íslandsmótið: 13. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 21. mars, fer fram þrettánda umferð Íslandsmótsins.

Íslenska U-18 liðið landaði GULLI

U-18 liðið náði yfirlýstu markmiði sínu í Mexíkó og vann alla sína leiki og færist því upp í II deild að ári. Ágætis frétt um þetta  má lesa í íþróttafréttunum mbl.is, smella hér.  Til hamingju drengir með þennan frábæra árangur.

U-18 leikur gegn Suður Afríku í kvöld

Í kvöld kl. 22,00 að okkar tíma er 3. leikur U-18 landsliðsins og spila þeir gegn Suður Afríku. Textalýsingu má sjá hér og live útsendingu á vefnum hér.

Kvennalið SA Íslandsmeistari 2011!!!

Kvennalið Skautafélags Akureyrar tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn með góðum 4 – 1 sigri á Birninum í þriðju viðureign liðanna í úrslitakeppninni.  Liðið spilaði af miklu öryggi og hafði töluverða yfirburði í leiknum.  Liðið náði forsystu þegar Hrund Thorlacius skoraði eina mark fyrstu lotu, skopparapökkur frá bláu í gegnum traffík – óverjandi fyrir Karitas í marki Bjarnarins.

Í 2. lotu hélt SA sóknarþunganum en inn vildi pökkurinn ekki og markvörður Bjarnarins hafði í nógu að snúast.  Það var svo Sarah Smiley sem jók forystuna í 2 – 0 eftir góðan undirbúning frá Kristínu Jónsdóttur sem var fyrir aftan mark Bjarnarins þegar hún sendi stutta og snögga sendingu á Söruh sem afgreiddi þetta vel.  Fleiri urðu mörkin ekki í 2. lotu.

Þegar um 6. mínútur voru liðnar af 3.lotu skoraði Guðrún Arngrímsdóttir af stuttufæri eftir harða baráttu við markteig Bjarnarins og við þetta mark fögnuðu áhorfendur vel og fólk farið að sjá fyrir sér sigurinn.

Hanna Heimisdóttir minnkaði muninn fyrir Björninn skömmu síðar en síðasta mark leiksins áttu heimastúlkur í „power play“ – Birna Baldursdóttir skoraði með viðstöðulausi skoti á fjærstöng eftir góða sendingu frá Guðrúnu Blöndal, lokastaðan 4 – 1 og sætur sigur í höfn.

3. í úrslitum SA-Björninn

Þá er 3. leik í úrslitum lokið með glæsilegum sigri SA. Til hamingju. Myndir úr leiknum eru hér.

A og B æfing miðvikudag 16 mars

B æfing (18.15-19.00) og seinni A æfing (19.10-1955) í dag færast yfir á fimmtudag 17 mars. B æfing verður fimmtudag klukkan 19.00-45 og A æfing 19.45-20.30

3. leikur í úrslitakeppni í dag kl. 19:00

Í kvöld mætast SA og Björninn í þriðja leik úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.  Staðan í einvíginu er 2 - 0 fyrir stelpunum okkar og í kvöld verður allt lagt í sölurnar því með sigri geta þær tryggt sér titilinn.  SA unnu nokkuð öruggan sigur í fyrsta leik og fóru vel af stað í þeim næsta, en Björninn kom til baka og hleypti spennu í leikinn.  Stelpurnar þurfa að eiga góðan leik í kvöld til þess að klára þetta og þær þurfa á stuðningi áhorfenda.

U-18 leikurinn í kvöld, slóðir.

Til að fylgjast með textalýsingu á leiknum við Írland í kvöld smelltu hér, og til að sjá live útsendingu á netinu smelltu þá hér.

U18 ára liðið á leik gegn Írum í kvöld

U18 ára liðið spilar í dag við Írland í öðrum leik sínum á HM í Mexíkóborg.  Fyrsti leikurinn var gegn Ísrael í fyrradag og hann vannst nokkuð létt eða 12 - 0.  Í lok leiks var Sigurður Reynisson valinn maður leiksins sem er ekki amalegt í sínum fyrsta landsleik.  Tækinni fleygir fram og það er gaman að segja frá því að leikirnir eru aðgengilegir á netinu beint, sem er auðvitað frábrært fyrir hokkíáhugafólk og sérstaklega fjölskyldurnar heima.