Íslandsmótið: 12. umferð

Tólftu umferð Íslandsmótsins, sem frestað var 16. mars, verður leikin í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. mars. 

Íslandsmótið: Tólftu umferð frestað

Þrettánda umferð mótsins verður á sínum stað, tólftu frestað um viku.

Íslandsmótið: Aftur jafnt á toppnum

Mammútar í kröppum dansi í framlengdum leik en sigruðu að lokum og náðu Görpum.

Sigur hjá kvennaliðinu í leik nr. 2

Fyrir stundu lauk annarri viðureign SA og Bjarnarins í úrslitakeppni kvenna, en þessi leikur fór fram í Egilshöllinni.  Okkar stelpur hófu leikinn af miklum krafti og allt stefndi í stórsigur liðsins.  Staðan eftir fyrstu lotu var 3 - 0 eftir mörk frá Söruh Smiley, Hrund Thorlacius og Birnu Baldursdóttur.  Leikurinn jafnaðist hins vegar mikið eftir þetta og næsta lota varð markalaus og það var ekki fyrr en liðið var fram yfir miðja þriðju lotu að draga tók til tíðinda.

 

1. í úrslitum, Valkyrjur - Björninn

Myndir úr 1. úrslitaleik kvenna eru hér.

FJÁRÖFLUN

Ef þú vilt styrkja listhlaupadeildina v/ skautaæfingabúða í sumar og kaupa af okkur WC pappír og/ eða eldhúsrúllur þá endilega hafðu samband við mig og líka ef þú vilt selja pappír.

Þið sem að hafið verið að selja ekki ná í pappír nema tala við mig áður. 

Allý - allyha@simnet.is / 8955804--- ath. ég svara ekki síma milli kl. 13 - 16:30 :)

Íslandsmótið: 11. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 14. mars, fer fram ellefta umferð Íslandsmótsins.

U18 ára landsliðið heldur til keppni í Mexíkó

Á morgun hefst heimsmeistaramót U18 í 3. deild í Mexíkó og íslenska landsliðið lagði af stað í þetta langa ferðalag í fyrradag.  Keppnin sjálf fer fram í höfuðborginni Mexíkóborg sem er ein stærsta borg í heimi.  Mótherjar Íslands að þessu sinni eru þjóðir sem við erum kunnugir en það eru Írland, Ísrael, S-Afríka auk gestgjafanna sjálfra Mexíkóa.  Karlalandsliði hefur lagt öll þessi lið að velli og yngri landsliðin einnig.  Ef liðið spilar vel á það mjög góða möguleika á þessu móti, verðlaunasæti er lágmarkskrafan og gullið draumurinn.

 

Þó mótið hefjist á morgun hefst keppni ekki hjá íslenska liðinu fyrr en þann 14. eða á öðrum degi keppninnar og fyrsti leikurinn verður gegn Ísrael.  Leikir íslenska liðsins eru annars sem hér segir;

Úrslits Vinamóts SA

Í dag lauk Vinamóti SA í skautahöllinni á Akureyri, keppt var á laugardegi og sunnudegi og eru úrslitin eftirfarandi;

8 ára og yngri C:

Glódís Ylja Hilmarsdóttir hreppti gullið, Ragna Baldursdóttir fékk silfur og Alda Guðný Pálsdóttir vann sér inn brons allar koma þær frá Skautafélaginu Birninum.

Einnig eru veitt heiðursverðlaun dómara í þessum flokki og þau fengu Birgitta Rún Steingrímsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar fyrir Grunnskautun, Hildur Hilmarsdóttir frá Skautafélaginu Birninum fyrir Framkvæmd og túlkun og Tanja Guðlaugsdóttir frá Skautafélaginu Birninum fyrir stökk.

10 ára og yngri C:

Ingibjörg Elísa Jónatansdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur hlaut fyrsta sæti, Birta Karen Tryggvadóttir frá Skautafélaginu Birninum hlaut annað sætið og Helga Lena Garðarsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur lenti í því þriðja.

Einnig eru veitt heiðursverðlaun dómara í þessum hóp líkt og í 8 ára og yngri C og þau hrepptu, Þórunn Glódís Gunnarsdóttir frá Skautafélagi Birninum fyrir Píróettur, Hulda Berdsen Ingvadóttir frá Skautafélagi Birninum fyrir Framkvæmd og túlkun, María Agnesardóttir frá Skautafélagi Birninum fyrir stökk og Þórhalla Sigurðardóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur fyrir Tengingar.

12 ára og yngri C:

Selma Farajsdóttir Shwaiki frá Skautafélagi Reykjavíkur hlaut gullið, Harpa Lind Hjálmarsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar hreppti annað sæti og Alda María Helgadóttir frá skautafélagi Reykjavíkur fékk bronsið.

Novice C:

Daníela Jóna Gísladóttir frá Skautafélagi Akureyrar hlaut gullið, Margrét Guðbrandsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar hlaut silfrið og Soffía Gunnarsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur fékk brons.

Junior C:

Úndína Ósk Gísladóttir frá Skatafélaginu Birninum lenti í fyrsta sæti, Halldóra Hlíf Hjaltadóttir frá Skautafélagi Akureyrar lenti í öðru sæti og Hulda Líf Harðardóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur lenti í því þriðja.

Senior C:

Elísabet Soffía Bender frá Skautafélaginu Birninum hreppti gullið og Berglind Grímsdóttir hlaut Silfrið.

 

viljum við þakka öllum keppendum fyrir frábæran árangur og skemmtilegt mót.

Skemmtilegri skautahelgi að ljúka

Það var mikið um að vera hér í Skautahöllinni um helgina og hver klukkustund þaul skipulögð frá 7 á morgnanna til 12 á kvöldin og jafnvel lengur.  Frá fimmtudegi til laugardagskvölds fór fram Minningarmót um Magnús Finnsson en á því móti keppa „heldri“ íshokkíleikmenn frá SA, SR og Birninum.  Fjögur lið tóku þátt og leikirnir voru fjölmargir og m.a. var spilað fram til kl. 01:00 aðfararnótt laugardag. 

Á laugardaginn fór svo fram fyrsti leikurinn í úrslitakeppni kvenna í íshokkí en þar takast á okkar stelpur og Björninn og var leikurinn vel sóttur af áhorfendum sem fylgdust með okkar liði bera sigur úr býtum 3 – 0.

Frá laugardegi til sunnudags fór svo fram Vinamót c-keppenda á vegum Listhlaupadeildar með stuðningi frá Slippstöðinni.  Alls tóku 85 keppendur þátt en mótið fór fram fyrir hádegi bæði á laugardag og sunnudag og heppnaðist í alla staði mjög vel.