Þrenn gullverðlaun á fyrri degi

SA-stelpurnar eru að gera það gott á listhlaupsmóti Reykjavíkurleikanna. Þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun eru komin í hús eftir fyrri dag.

Íslandsmótið í krullu, skráningu lýkur laugardaginn 25. janúar

Íslandsmótið í krullu hefst mánudagskvöldið 27. janúar. Skráning stendur yfir og er síðasti skráningardagur laugardagurinn 25. janúar. Nánar hér...

Íslandsmót hjá 4. flokki - dagskrá

Annar hluti Íslandsmótsins í 4. flokkí hokkí fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Dagskrá mótsins er klár.

Finndu villuna...

Á myndinni sem hér fylgir er verkefni fyrir áhugafólk um íshokkíreglur. Finndu villuna...

Níu frá SA á RIG

Listhlaupsmót Reykjavíkurleikanna (RIG) fer fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Níu keppendur eru skráðir til leiks frá SA.

Skpti á dögum - listhlaup á fimmtudag, hokkí á föstudag

Þar sem allmargir iðkendur í listhlaupi eru á leið suður til keppni á föstudag ásamt þjálfurum hafa Listhlaupadeild og Hokkídeild komið sér saman um að skipta á dögum, auk þess sem æfingum í listhlaupi fækkar um helgina.

Ingvar þriðji í kjöri íþróttamanns Akureyrar

Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi í dag. Okkar maður, Ingvar Þór Jónsson, varð þriðji í kjörinu. Skautafélagið á um þriðjung landsliðsfólks akureyrskra íþróttafélaga og um helming Íslandsmeistara.

Öruggur sigur á SR, en ekki auðveldur

Víkingar sigruðu SR-inga í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld, 4-1. Víkingar eru einu stigi á eftir Birninum eftir 11 leiki.

Íþróttamaður Akureyrar 2013, opin samkoma

Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til verðlaunahófs í Hofi miðvikudaginn 22. janúar. Hápunktur hátíðarinnar er þegar kunngjört verður val á íþróttamanni Akureyrar 2013. Jafnframt verða afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs og viðurkenningar og/eða styrkir til þeirra íþróttafélaga sem áttu Íslandsmeistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2013.

Ingvar Þór Jónsson er íþróttamaður SA 2013

Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Ingvar Þór Jónsson íþróttamann félagsins árið 2013. Ingvar verður því einn af þeim sautján sem til greina koma við val á íþróttamanni Akureyrar. Afhending viðurkenninga til íþróttamanns SA og íþróttamanna deildanna verður auglýst síðar.