Kjöri á íþróttamanni SA lýst í dag

Í dag kl. 18.00 verður lýst kjöri á íþróttamanni Skautafélags Akureyrar 2012. Velunnurum félagsins er velkomið að vera viðstaddir af þessu tilefni.

Ásynjur enn ósigraðar, Guðrún Blöndal með fjögur

Ásynjur unnu fimm marka sigur á Birninum í Egilshöll í gær. Guðrún Kristín Blöndal skoraði fjögur mörk. Ásynjur tróna enn á toppi deildarinnar, ósigraðar.

Mikilvægur sigur á Birninum

Víkingar fóru með öll stigin burt úr Egilshöllinni í gær. Markverðir Víkinga héldu hreinu. Úrslitin: Björninn - Víkingar 0-1 (0-1, 0-0, 0-0).

Breytingar í starfsmannahaldi

Reynir Sigurðsson hefur hætt störfum í Skautahöllinni og Haraldur Ingólfsson komið í hans stað.

Áramótamótið: C-níin sigruðu

Metþátttaka var í Áramótamótinu í krullu sunnudaginn 30. desember.

Hrafnhildur Ósk er skautakona Listhlaupadeildar

Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir er skautakona ársins úr röðum Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Hrafnhildi var veitt viðurkenning í fjölskyldutíma deildarinnar á svellinu á gamlársdag.

Gamlársdags skautun

Sæll öll sömul og gleðilega hátíð!! Nú er árið á enda og það er komið að hinni árlegu fjölskyldu skautun hjá okkur á gamlársdag, klukkan 11.30-12.45. Vonumst við eftir að sjá sem flesta og hafa gaman og skauta með skauturunum okkar. Við munum nýta tækifærið og tilnefna skautakonu ársins 2012. Við eigum marga rosalega flotta skautara og hefur valnefnd því legið undir feld og farið yfir árið sem er að líða og ekki hefur þetta verið auðvelt verk. Sjáumst hress á morgun og gleðilegt nýtt ár.

Hokkíleikjum frestað - til þriðjudagins 12. febrúar 2013

Hokkíleikjum sem áttu að fara fram í Skautahöllinni á Akureyri í dag og kvöld hefur verið frestað til þriðjudagsins 12. febrúar, þar sem veðurguðir ákváðu að fara hamförum þessa helgi.

Árlegt hóf Íþróttaráðs Akureyrar í dag

Íþróttaráð Akureyrar býður Íslandsmeisturum, landsliðsfólki og forystufólki íþróttafélaganna til hófs í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 16.15 í dag.

Áramótamótið í krullu

Hið árlega Áramótamót í krullu verður sunnudaginn 30. desember. Mæting kl. 18, fyrstu leikir hefjast um kl. 18.30. Gott væri að fá nokkra vana svellgerðarmenn um kl. 17.30 til að gera svellið klárt.