Akureyrarmót SA
Skautahöllinni Akureyri
16. apríl
Fyrir A, B og C keppendur LSA
Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.04. 2011
Akureyrarmót SA
Skautahöllinni Akureyri
16. apríl
Fyrir A, B og C keppendur LSA
Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.04. 2011
Listhlaupakrakkar, ef þið seljið pappír til fjáröflunar þá fáið ÞIÐ ágóðann af hverri pk. sem að þið seljið beint í ykkar vasa.
Allý, allyha@simnet.is / 8955804
Um helgina verður mikið um að vera í hokkíinu þar sem bæði karla- og kvennalandsliðin verð að störfum auk þess sem 3. flokks mót fer fram í Egilshöllinni með tveimur finnskum liðum. HM kvenna hefst í Reykjavík á sunnudaginn og liðið mun hittast í Reykjavík í kvöld og taka æfingaleik gegn strákaliði úr birninum en á morgun verður æfingaleikur gegn Nýja Sjálandi. Það mikilvægt að fá þessa æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið og stilla saman strengi liðsins.
2. æfingabúðir karlalandsliðsins fara fram á Akureyri um helgina. Fækkað var um þrjá leikmenn í hópnum eftir síðustu helgi, en um helgina bætast við strákar úr U18 ára liðinu og samkeppnin um sæti í liðinu harðnar enn frekar. Æfingabúðirnar hefjast á föstudagskvöldið og lýkur á sunnudags eftirmiðdag.
Á laugardaginn fer fram sýning hér í Skautahöllinni til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis á vegum sýningarhóps Listhlaupadeildar. Sýningarhópinn skipa 12 stelpur sem allar hafa æft hjá félaginu í mörg ár en ákváðu að stofna þennan fyrsta sýningarhóp félagsins í haust. Hópurinn hefur verið með sýningaratriði á mótum auk þess sem hann kom fram í leikhléi í úrslitaleiknum í Íslandsmótinu í íshokkí.