Karfan er tóm.
Skautafélag Akureyrar bar sigur úr býtum í þriðju viðureign SA og SR í úrslitakeppninni, sem fram fór í gærkvöldi. Leikurinn fór fram hér í Skautahöllinni á Akureyri og var vel sóttur af áhorfendum auk þess sem hann var sýndur beint á sjónvarpsstöðinni N4.
Það var að duga eða drepast fyrir SA í þessum leik og liðið stóðst álagið í jöfnum og spennandi leik. Líkt og í síðasta leik var markaskorun í lágmarki og leiknum lauk með 3 – 2 sigri SA, sama markatala og síðast en nú réttu megin.
Það voru SR-ingar sem hófu leikinn með marki á 8. mínútu þegar bæði lið spiluðu einum leikmanni færri, en þar var á ferðinni Björn Sigurðsson. SA svaraði fyrir sig með tveimur mörkum með stuttu millibili, það fyrra frá Jóhanni Leifssyni eftir sendingu frá Jóni Gíslasyni og það síðara frá Gunnari Darra Sigurðssyni eftir sendingu frá Steinari Grettissyni. Leikar stóðu því 2 – 1 eftir fyrstu lotu.
Her ad nedan verdur sagt fra atvikum jafnodum, bidjumst afsokunar a skorti a islenskum stofum. Leikurinn er einnig i beinni a N4, sja a www.n4.is og i digital sjonvarpsutsendingu.
Í kvöld, miðvikudagskvöldið 2. mars, fer fram níunda umferð Íslandsmótsins.
Leikur nr. 2 fór fram í Reykjavík á þriðjudagskvöldið. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. SA átti fyrsta markið og kom það í 1. lotu, en jöfnunar mark SR kom ekki fyrr en í 3. lotu. Skömmu síðar komust þeir yfir en við jöfnuðum leikinn aftur í "power play" skömmu fyrir leikslok.
Það voru svo gestgjafarnir sem skoruðu gullmark um miðbik framlengingar og þar með var staðan orðin 2 - 0 í einvíginu og óhætt að segja að við séum komnir með bakið upp við vegg.
Ég á til nokkrar Mondor skautabuxur svartar sem koma niður fyrir skautann.
Ég á líka skautatöskur í nokkrum litum, munstraðar og einlitar og mjúkar skautahlífar sem nauðsynlegt er að hafa á skautunum í töskunum.
Allý - allyha@simnet.is / 8955804
Í gærkvöldi hófst úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki og er skemmst frá því að segja að gestirnir í Skautafélagi Reykjavíkur báru sigur úr býtum með 6 mörkum gegn 4. Þeir höfðu leikinn nokkurn veginn í hendi sér frá upphafi til enda á meðan heimamenn voru í raun ekkert annað en áhorfendur og þyrftu helst að gera upp við Ollý og borga aðgangseyri.
Það er þó engum blöðum um að fletta að liðið getur spilað mikið betur og nú þarf að bíta í skjaldarrendur og jafna metin fyrir sunnan á morgun. 2. leikur í úrslitum fer fram í Laugadalnum kl. 20:15 annað kvöld.