Aðalfundur hokkídeildar á fimmtudaginn næsta

Fimmtudaginn 14. apríl verður haldinn aðalfundur íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar í fundarherbergi Skautahallarinnar kl. 20.00.  Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf. Fundarstjóri verður Margrét Ólafsdóttir. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Bakstur fyrir Akureyrarmót

Sælir foreldrar/forráðamenn

Nú leitum við enn til ykkar með bakstur fyrir mót þ.e. Akureyrarmótið 16.apríl. Við erum að leita eftir t.d. skúffukökum, kleinum, snúðum. Má í rauninni vera hvað sem ykkur dettur í hug. Þeir sem geta aðstoðað foreldrafélagið með þetta vinsamlegast látið vita hvað þið getið komið með til rakelhb@simnet.is

Kærar þakkir

fh. foreldrafélagsins

Rakel Bragadóttir

Marjomótið: Dregið í riðla og keppni hafin

Mikið um stórar tölur í fyrstu umferðinni. Svellið undarlegt í meira lagi.

Til hamingju Hrabba

Hrafnhildur keppti í morgun og gekk henni rosa vel og lenti í 6 sæti. Stórglæsilegur árangur hjá skvísunni okkar og óskum við henni til hamingju

Coupe de Printemps 2011

Nú er hún Hrafnhildur Ósk farin til Lúxemborgar að keppa með landsliði Ísland. Hún á að keppa á sunnudagsmorgun og óskum við henni góðs gengis. Það fór myndarlegur hópur af skauturum út og þær eru:

Junior: Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Júlía Grétarsdóttir, Nadia Margrét Jamchi.

Novice Advanced: Agnes Dís Brynjarsdóttir, Vala Rún B. Magnúsdóttir

Novice A: Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Kristín Valdís Örnólfsdóttir

 Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍSS

Breytt plan um helgina

Við breyttum tímatöflunni um helgina því við fengum hokkí tímann líka

Óskum eftir skautakjól

Halló, Hildi vantar skautakjól. Á ekki einhver  skautakjól í nr. 128 - 132 ( 6-8 ára ) og vill selja eða lána fyrir næsta mót sem er 16. apríl. Ef þú átt kjól og villt selja ( lána) hann þá endilega hafðu samband.

Sonja sími 694-6153

HM kvenna lýkur í kvöld

Í kvöld lýkur heimsmeistarakeppni kvenna sem fram fer í Reykjavík.  Síðasti leikur mótsins verður viðureign Íslands og S-Kóreu.   Eftir svekkjandi tap gegn Nýja Sjálandi í fyrsta leik lagði íslenska liðið lið Rúmeníu að velli 3 – 2 og svo S-Afríku 5 – 1.   Án þess að hafa stúderað tölfræðina sérstaklega þá þarf liðið að sigra Kóreu helst með sem mestum mun auk þess sem Rúmenía þarf að leggja Nýja Sjáland að velli, til þess að við eigum möguleika á að komast uppúr deildinni.

Ice Cup: Tímabært að huga að skráningu

Það styttist í Ice Cup, síðasti skráningardagur liða er fimmtudagurinn 22. apríl. Ætlar þitt lið að vera með?

Íslandsmótið: Garpar Íslandsmeistarar

Ævintýralegur viðsnúningur í leik Garpa gegn Víkingum tryggði þeim titilinn.