Marjomótið: Gísli og Jens leika til úrslita

Víkingar og Mammútar í úrslit, Skytturnar og Riddarar leika um bronsið.

Marjomótið: 3. umferð

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. apríl, fer fram þriðja og síðasta umferð í riðlakeppni Marjomótsins.

Marjomótið: Úrslit 2. umferðar

Víkingar, Riddarar, Mammútar og Skytturnar sigruðu í leikjum kvöldsins.

Marjomótið: 2. umferð

Í kvöld fer fram önnur umferð í riðlakeppni Marjomótsins.

Uppskeruhátíð 4. til meistaraflokka DAGSKRÁIN KOMIN Á HREINT

Laugardaginn 14. mai verður haldin uppskeruhátíð í félagsheimilinu Hlíðarbæ fyrir 4.flokk og uppúr. Allir að merkja við á dagatalinu.

Nú er formleg dagskrá tilbúin og má lesa hana með því að smella á  "lesa meira"

Stöð 2

Það kemur umfjöllun um Skautahöllina og ístímabilið á Stöð 2 eitthvað á næstunni!!

Aðalfundur hokkídeildar á fimmtudaginn næsta

Fimmtudaginn 14. apríl verður haldinn aðalfundur íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar í fundarherbergi Skautahallarinnar kl. 20.00.  Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf. Fundarstjóri verður Margrét Ólafsdóttir. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Bakstur fyrir Akureyrarmót

Sælir foreldrar/forráðamenn

Nú leitum við enn til ykkar með bakstur fyrir mót þ.e. Akureyrarmótið 16.apríl. Við erum að leita eftir t.d. skúffukökum, kleinum, snúðum. Má í rauninni vera hvað sem ykkur dettur í hug. Þeir sem geta aðstoðað foreldrafélagið með þetta vinsamlegast látið vita hvað þið getið komið með til rakelhb@simnet.is

Kærar þakkir

fh. foreldrafélagsins

Rakel Bragadóttir

Marjomótið: Dregið í riðla og keppni hafin

Mikið um stórar tölur í fyrstu umferðinni. Svellið undarlegt í meira lagi.

Til hamingju Hrabba

Hrafnhildur keppti í morgun og gekk henni rosa vel og lenti í 6 sæti. Stórglæsilegur árangur hjá skvísunni okkar og óskum við henni til hamingju