"Hokkíæfingar" fyrir 3., 2., Mfl. og OldBoys

Á þriðju og fimmtudagskvöldum kl. 20,00 til 21,00 verður hokkítími fyrir þá sem vilja mæta, verðið er 1000 kall á haus fyrir hvert skipti.

Skautatöskur - hlífar - buxur

Halló nú er skautatímabilið að byrja og minni ég á skautatöskurnar fínu sem eru með sér hólfi fyrir skautann og gott hólf fyrir hjálminn, fötin eða nestið, hentar líka vel fyrir skíðaskó og nesti í fjallið, margir litir og munstur, mjúkar hlífar sem gott er að nota á skautann í töskuna og Mondor skautabuxur frá Everest, svartar flís sem koma niður fyrir skautann. Er með þetta heima.

Endilega hafið samband hringið eða sendið mail, komið og skoðið og mátið.

Allý - allyha@simnet.is - 8955804

Fyrsta diskó sumarsins

Fyrsta dískó sumarsins hefst klukkan 19.00 í Skautahöll Akureyrar

Tímatafla fyrstu vikuna í júlí

Hér er tímatafla fyrstu vikunnar í júlí, 4-9 júlí. Einhverjar tilfærslur milli hópa og sameining æfinga hópa verða síðan eftir að allir eru komnir í skautaform.

Mótafyrirkomulag næsta árs skoðun

Nú stendur yfir vinna við endurskoðun á mótafyrirkomulagi hjá ÍHÍ.  Veigamesta breytingin sem unnið er að, er að skoða þann möguleika að félögin þrjú tefli fram tveimur liðum hvert í Íslandsmóti meistaraflokks karla.  Þá yrði spiluð sex liða deild en þó án innbyrðisviðureigna heimaliða.   Verið er að skoða ýmsa möguleika í stöðunni og þá auðvitað fyrst og fremst hvort nauðsynlegur leikjafjöldi komist fyrir í annars þétt skipaðri stundatöflu vetrarins og hvernig úrslitakeppninni yrði háttað.
Einnig er verið að ræða fyrirkomulag sem heimilar leikmönnum að fara á milli liða, eða hve margir og hverjir geti spilað með báðum liðum innan síns félags.  Jafnframt kemur til álita að gera breytingar á fyrirkomulagi 2. flokks og jafnvel 3. flokks einnig þannig að það er ýmislegt í deiglunni sem vonandi skýrist sem fyrst.

Afís fyrir vikuna 27 júní-2 júlí

Mánudagur
9.15-11.00
16.16-18.00
Þriðjudagur
9.15-11.00
16.15-18.00
Miðvikudagur
9.15-11.00
15.15-17.00
17.30 sund
Fimmtudagur
9.15-11.00
16.15-18.00
Föstudagur, hægt verður að fara eitthvað á ís en það er bannað að stökkva
9.15-11.00
16.15-18.00
Laugardagur, hæg að fara eitthvað á ís en bannað að stökkva
9.15-11.00
Æfingabúðir síðan samkvæmt tímatöflu á mánudaginn 4 júlí.

Áfrýjunardómstóll dæmir SA í vil

Síðastliðinn þriðjudag lá loks fyrir niðurstaða í dómsmáli sem SR höfðaði gegn okkur eftir úrslitakeppnina vegna Josh.  Eftir að dómstóll ÍSÍ dæmdi okkur í vil í vor áfrýjuðu SR-ingar og það var ekki fyrr enn nú sem niðurstaða lá fyrir.  Niðurstaða áfrýjunardómstólsins var samhljóða fyrri niðurstöðu.

Í dómnum segir m.a.:

"Samkvæmt 1. mgr. 10.7.2 gr. reglugerðar Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) um félagaskipti skulu erlendir leikmenn leika að minnsta kosti einn leik í hverri umferð sem spiluð er fram að úrslitakeppni eftir 1. nóvember til að teljast gjaldgengir í úrslitakeppni. Missi leikmaður úr umferð vegna meiðsla eða leikbanns tapar hann ekki gjaldgengi sínu til þátttöku í úrslitakeppni.
Fallist er á með stefnda að tilgangur fyrrnefnds reglugerðarákvæðis sé að koma í veg fyrir að félög skrái leikmenn fyrir 1. nóvember ár hvert án þess að fá þá til landsins og mæti síðan með þá beint í úrslitakeppni. Svo háttar ekki til um leikmann þann er hér um ræðir, Joshua John Gribben, en ágreiningslaust er með aðilum að hann hafi verið búsettur hérlendis í þrjú ár og annast þjálfun fyrir stefnda auk þess að leika með liði hans.
Í málinu liggur fyrir læknisvottorð, dagsett 22. mars 2011, þar sem fram kemur að fyrrnefndur leikmaður hafi orðið fyrir skaða á hægri öxl 2. október 2010 eftir fall í íshokkíleik. Hann hafi verið í sjúkraþjálfun síðan þá, sem gengið hafi ágætlega, en hann hafi þó ekki náð sér að fullu. Hafi leikmaðurinn enn skerta hreyfigetu í öxlinni á útgáfudegi vottorðsins og fái verki er hann beitir hægri hendinni. Hafi þessi áverki komið í veg fyrir að leikmaðurinn gæti keppt í íshokkí að fullu „nú í vetur“. Þá liggur jafnframt fyrir vottorð um sjúkraþjálfun leikmannsins vegna áverkans á öxlinni.
Með ofangreindu læknisvottorði er að mati dómsins nægjanlega í ljós leitt af hálfu stefnda að umræddur leikmaður hafi misst úr umferðum í undankeppni Íslandsmótsins
vegna axlarmeiðslanna, en af því leiðir að hann tapaði ekki gjaldgengi sínu til þátttöku í úrslitakeppni Íslandsmótsins.
Með þessum athugasemdum, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, er niðurstaða hans staðfest."

Skautaskóli fyrir krakka fædd 2003-2006

Skautaskólinn
08.50-09.10 Mæting
09.10-09.35 Upphitun/leikir
09.45-10.30 ís
10.40-11.00 nesti
11.00-12.05 Leikir/upphitun
12.15-13.00 Ís

Uppskeruhátíð A, B og C hópa

Uppskeruhátíð LSA fyrir A, B og C hópa verður haldin á Strikinu mánudaginn 30 maí milli 17.00-19.00. Það verður pizzuhlaðborð og gos og kostar það 1100 fyrir 12 ára og eldri en 600 11 ára og yngri. Veitt verða nokkur verðlaun til skautara sem hafa staðið sig mjög vel í vetur hvað varðar t.d hegðun, mætingu og framfarir svo eitthvað sé nefnt. 

Bingó á fimmtudaginn