Tímabilið senn að hefjast
Mótafyrirkomulag í meistaraflokki karla liggur nú fyrir en það er ánægjulegt frá því að segja að þessu sinni munu fimm lið taka þátt í Íslandsmótinu. Við munum líkt og í fyrra tefla fram bæði Víkingum og Jötnum og Björninn mun einnig tefla fram tveimur liðum og SR einu liði. Spilaðar verða 4 umferðir fyrir utan úrslitakeppni og líkt og á síðasta tímabili verða einhverjar tilfærslur á milli liða leyfilegar en endaleg útfærsla á því liggur ekki enn fyrir, a.m.k. ríkir mikil þögn á heimasíðu Íshokkísambandsins um málið enda ekki verði sett inn frétt þar síðan í maí.