Breyttar æfingar

Hér má sjá æfingarplan fyirr næstu daga vegna RIG

Reykjavik International um helgina

Nú standa yfir  Alþjóðaleikar Reykjavíkurborgar og í ár verður keppt í 12 íþróttagreinum, þar á meðal í listhlaupi og fer keppnin fram í Skautahöllinni í Laugardal.

Keppendur sem skráðir eru til leiks í listhlaupi eru 87 talsins og koma þeir frá öllum aðildarfélögum ÍSS auk keppenda frá Danmörku, Noregi,  Finnlandi , Svíþjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi og Slóvakíu.


Frá Skautafélagi Akureyrar fara 10 keppendur en það eru:


Í flokki 12 ára A
- Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
- Sara Júlía Baldvinsdóttir
- Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
- Guðrún Brynjólfsdóttir

Í Novice
- Urður Ylfa Arnarsdóttir

Í Novice B
- Hrafnhildur Lára Hildudóttir
- Birta Rún Jóhannsdóttir
- Lóa Aðalheiður Kristínardóttir

Þorramót í krullu

Laugardagskvöldið 22. janúar stendur Krulludeildin fyrir opnu móti - Þorramóti í krullu.

Nýársmótið: Fámennt í þriðju umferðinni

Tveir leikir fóru fram í Nýársmótinu í kvöld.

-Valkyrjur unnu Ynjur: 6 - 3

 

Í kvöld fór fram leikur í Íslandsmóti kvenna hér í Skautahöllinni og að þessu sinni voru það Akureyrarliðin Valkyrjur og Ynjur.  Um var að ræða hörkuleik sem var jafn alveg fram á síðustu mínútu.  Liðin skiptust á að skora en það voru Ynjur sem opnuðu reikninginn á 11. mínútu með marki frá Þorbjörgu Geirsdóttur (Geirssonar).  Anna Sonja Ágústsdóttir (Ásgrímssonar) jafnaði leikinn nokkru mínútum síðar og þannig stóðu leikar eftir fyrstu lotu.


Í 2. lotu var áfram allt í járnum og hvort lið náði að setja tvö mörk og breyta stöðunni í 3  -  3, en það voru þó Ynjurnar sem voru skrefi framar og Valkyrjur eltu.  Mörk Valkyrja skoruðu Birna Baldursdóttir og Guðrún Blöndal en hjá Ynjum voru það Telma Guðmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir.


Í 3. lotu hélt jafnræðið áfram fram í miðbik lotunnar en þá skoraði Birna Baldursdóttir sigurmarkið óstudd þegar Valkyrjur voru einum leikmanni færri, og Sarah Smiley fylgdi í kjölfærið og bætti við 5. markinu einnig „short handed“.  Síðasta mark leiksins átti svo Birna sem fullkomnaði þrennuna sína þegar hálf mínúta var eftir af leiknum.

Nýársmót Krulludeildar: Ólafur Hreinsson á toppinn

Ófærð hafði áhrif á þátttökuna í annarri umferð mótsins.

Nýársmót Krulludeildar og "Á svellið stelpur!"

Í kvöld verður nóg um að vera á svellinu í Skautahöllinni.

Úrslit leikja gærdagsins

Kvennaleikurinn endaði með sigri SA-Ynja sem skoruðu 5 mörk gegn 1 SR kvenna. Í fylkingarbrjósti Ynjanna fór yngsti leikmaðurinn (eða á maður að segja leikkonan eða vegna ungs aldurs leikstúlkan ?) Silvía Rán með 3 mörk og eina stoð. Karlaleikinn unnu SRingar með 3 mörkum gegn 2 sem bæði komu á milli 58. og 59. mínútu leiksins þannig að ef leikurinn hefði verið aðeins lengri þá kanski .........      Ég vísa því svo á Sigga Sig. að koma kanski með vitræna umfjöllun, ég er ekki sterkur þar (O:    Góóóðir SA

Live útsending

2 leikir í Skautahöllinni í dag

Nú er orðið ferðafært og SRingar á leið norður og munu spila við SA tvo leiki í dag. Fyrri leikurinn er í meistaraflokki kvenna og byrjar kl. 17,00 og strax á eftir honum leika svo karlar í 2.flokki en sá leikur ætti að öllu venjulega að byrja öðru hvoru megin við hálf átta.     ÁFRAM SA ............