Víkingar á toppi deildarinnar eftir sigur á Birninum; 5 - 1

Í gærkvöldi fór fram skemmtilegur leikur hér í Skautahöllinni á Akureyri þegar Bjarnarmenn komu í heimsókn og mættu Víkingum.  Það var orðið nokkuð langt síðan Víkingarnir spiluðu síðast gegn sunnanliði og því var nokkur spenna í mannskapnum.  Bjarnarmenn voru sjálfum sér líkir, kraftmiklir og vinnusamir en að þessu sinni var það ekki að skila miklu.  Víkingarnir voru hins vegar upp á sitt besta en voru þó lengur að hrista af sér Bjarnarmennina en þeir höfðu gert ráð fyrir.  Björninn var nokkurn veginn með sitt sterkasta lið, þó vantaði þeirra besta varnarmann, Róbert Pálsson sem hefði styrkt vörnina þeirra verulega.  Mættur var þó „gamall“ refur, Daði Örn Heimsson, sem er þeirra lang-elsti leikmaður fæddur 1983, en lítið fór fyrir honum í leiknum.

Skautabuxur - töskur og mjúkar hlífar

Enn eru til skautatöskur munstraðar og einlitar, Mondor skautabuxur svartar  og mjúkar skautahlífar

Allý - allyha@simnet.is / 8955804

Vetrarmót ISS

Vetrarmót ÍSS 18-20 febrúar!

Skrá skal keppendur á Vetrarmót ÍSS 18-20 feb Hér. Skráningarfrestur keppenda á Vetrarmót ÍSS rennur út 20 janúar og ekki verður tekið við skráningum eftir það. keppnisgjöld eru 3500 fyrir eitt prógram og 5500 fyrir tvö prógröm. Leggja skal keppnisgjöld inn á reikning 1145-26-3770, kt: 510200-3060, senda kvittun á didda@samvirkni.is. Hafi keppandi ekki skráð sig að skráningarfresti loknum né borgað keppnisgjöldin er litið svo á að skautarinn ætli ekki að taka þátt. Samþykkt var á foreldrafundi A og B keppenda að hópferð verður farin á Vetrarmót og því þarf fararstjóra í þessa ferð.

Opna Þriðjaflokks-Mótið um helgina

Það er hokkíveisla í Skautahöllinni þessa helgi. Hún byrjaði með leik í 3.fl. rétt fyrir 10 í gærkvöldi ( já þið lásuð þetta rétt ) og hélt áfram í morgun kl. 08,00 og verður svo fram haldið í dag og svo er leikið til úrslita í fyrramálið, dagskránna má skoða hér.

Kl 21.10 í kvöld er svo Leikur í Meistaraflokki karla þar sem eigast munu við SA-Víkingar og Björninn sem kemur til að sjá og sigra ( sá það á heimasíðu þeirra ) en nokkuð er víst að Víkingar munu að fornum sið berjast til síðasta dropa og hvergi gefa eftir. Hörkuskemmtun í Skautahöllinni og skorað á fylgismenn og aðdáendur að mæta og standa fyrir stemmingu sýnu liði til stuðnings.    Áfram SA ..........

Breyttar æfingar

Hér má sjá æfingarplan fyirr næstu daga vegna RIG

Reykjavik International um helgina

Nú standa yfir  Alþjóðaleikar Reykjavíkurborgar og í ár verður keppt í 12 íþróttagreinum, þar á meðal í listhlaupi og fer keppnin fram í Skautahöllinni í Laugardal.

Keppendur sem skráðir eru til leiks í listhlaupi eru 87 talsins og koma þeir frá öllum aðildarfélögum ÍSS auk keppenda frá Danmörku, Noregi,  Finnlandi , Svíþjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi og Slóvakíu.


Frá Skautafélagi Akureyrar fara 10 keppendur en það eru:


Í flokki 12 ára A
- Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
- Sara Júlía Baldvinsdóttir
- Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
- Guðrún Brynjólfsdóttir

Í Novice
- Urður Ylfa Arnarsdóttir

Í Novice B
- Hrafnhildur Lára Hildudóttir
- Birta Rún Jóhannsdóttir
- Lóa Aðalheiður Kristínardóttir

Þorramót í krullu

Laugardagskvöldið 22. janúar stendur Krulludeildin fyrir opnu móti - Þorramóti í krullu.

Nýársmótið: Fámennt í þriðju umferðinni

Tveir leikir fóru fram í Nýársmótinu í kvöld.

-Valkyrjur unnu Ynjur: 6 - 3

 

Í kvöld fór fram leikur í Íslandsmóti kvenna hér í Skautahöllinni og að þessu sinni voru það Akureyrarliðin Valkyrjur og Ynjur.  Um var að ræða hörkuleik sem var jafn alveg fram á síðustu mínútu.  Liðin skiptust á að skora en það voru Ynjur sem opnuðu reikninginn á 11. mínútu með marki frá Þorbjörgu Geirsdóttur (Geirssonar).  Anna Sonja Ágústsdóttir (Ásgrímssonar) jafnaði leikinn nokkru mínútum síðar og þannig stóðu leikar eftir fyrstu lotu.


Í 2. lotu var áfram allt í járnum og hvort lið náði að setja tvö mörk og breyta stöðunni í 3  -  3, en það voru þó Ynjurnar sem voru skrefi framar og Valkyrjur eltu.  Mörk Valkyrja skoruðu Birna Baldursdóttir og Guðrún Blöndal en hjá Ynjum voru það Telma Guðmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir.


Í 3. lotu hélt jafnræðið áfram fram í miðbik lotunnar en þá skoraði Birna Baldursdóttir sigurmarkið óstudd þegar Valkyrjur voru einum leikmanni færri, og Sarah Smiley fylgdi í kjölfærið og bætti við 5. markinu einnig „short handed“.  Síðasta mark leiksins átti svo Birna sem fullkomnaði þrennuna sína þegar hálf mínúta var eftir af leiknum.

Nýársmót Krulludeildar: Ólafur Hreinsson á toppinn

Ófærð hafði áhrif á þátttökuna í annarri umferð mótsins.