Tilraunaútsending frá krullu

Nú stendur yfir lokaumferð í Nýársmóti Krulludeildar og er hún send út í beint á netinu - smá tilraun til gamans. Upptöku af þessari útsendingu má síðan einnig skoða á ustream.tv -smellið hér.

Lokaumferð Nýársmótsins

Í kvöld, mánudagskvöldið 24. janúar, fer fram lokaumferð Nýársmóts Krulludeildar.

Valkyrjur enn á sigurbraut

Valkyrjur unnu sannfærandi sigur á Skautafélagi Reykjavík ur í Laugadalnum í gærkvöldi, lokatölur 7 - 1.   Fyrsta lotan fór 3 - 1 og mörk Valkyrja skoruðu Díana Björgvinsdóttir með 2 og Hrund Thorlacius með 1 en mark SR skoraði Karítas sem spilaði sem útispilara lánsleikmaður frá Birninum.  Karitas er aðalmarkvörður Bjarnarins og greinilega liðtækur markaskorari.

2. lota fór 2 - 0 og mörkin skoruðu Arndís og Sarah Smiley og í 3. lotu komu svo síðustu tvö mörkin og þar var Arndís aftur á ferðinni og Hrund.

Þorramótið - úrslit

Þorramótið í krullu fór fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld.

Jötnar komnir uppfyrir Björninn eftir annan sigur

Jötnarnir unnu í gærkvöldi annan sigurinn á Birninum á tveimur dögum og lönduðu því heilum sex stigum um helgina og komust með því yfir Björninn á stigatöflunni.  Jötnar eru sem stendur í 3. sæti með 13 stig en Björninn er í neðsta sæti með 11 stig.

Nokkuð jafnræði var með liðunum, Jötnar skoruðu fyrsta markið og Björninn jöfnuðu, síðan skorðu Jötnar tvö í röð í 3. lotu áður en gestjafarnir gerðu slíkt hið sama og jöfnuðu aftur.  Annað mark lotunnar átti hinn ungi og efnilegi varnarmaður Ingþór Árnason, sem skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki og auðvitað frá bláu línunni.  Ingþór spilar líkt og Sigurður Reynisson einnig í 2. og 3. flokki og hafa þeir því spilað ansi marga leiki í vetur og það er að skila sér.

Á síðustu mínútum var allt í járnum og allt stefndi í framlengingu þegar Helgi LeCunt skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og tryggði Jötnum öll stigin sem í boði voru um helgina.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá Jötnunum sem áttu óvenju erfiða viku því þeir þurftu að spila þrjá leiki í Reykjavík á 5 dögum og geri aðrir betur.  Af þeim 9 stigum sem í boði voru þessa 5 daga náðu þeir sér í 7.  Jötnar hafa nú lagt öll liðin í deildinni að velli.
Reynir Sigurðsson var á leiknum og var með beina textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Leikur í gangi Björninn - Jötnar

Leikurinn er hafinn og fyrsta refsing bjarnarins kom á 20 sek hooking.     björninn er fullskipaður .     16,52 eftir af 1. lotu.      14.04 eftir og tíðindalítið .       helgi Jötunn fær 2 fyrir holding,    7,32  eftir.     björninn fær 2 fyrir holding, 4 á 4 í 50sek.       Josh fékk 10 min miscon. og svo sturtuna.      björninn var 5 á 3 en jón stal pekkinum og skoraði,  6,04 eftir.     jötnar eru búnir að eiga ótrúlegt tæplega 5 min penaltykill  spilað 5 á 5  og lotan búin.   staðan 0 - 1.

2.lota er hafin.    björn jötun fær 2 fyrir röffing.     stebbi jötun fær 2 fyrir tripp.  jötnar eru 3 í 1,15.      ingó jötun fær 2 fyir interf.      Spilað 5 á 5, jötnar sluppu með skrekkinn,    13,56 eftir af 2. lotu.     7,19 eftir af lotunni og leikurinn nokkuð jafn á báða bóga.    björninn fær 2 fyrir röffing.  6,06 eftir.    2,57.  eftir.    0,43 eftir.   2. leikhluti búinn og leikurinn hefur verið nokkuð í járnum og góðar sóknir á báða bóga en staðan er óbreytt 0 - 1.

3.leikhluti er hafinn.    stebbi fær 2 fyrir hooking,  16,35 eftir.        björninn skoraði í powerplay  1 - 1.  15,04 eftir.    Ingþór skoraði fyrir jötna, þrumuskot frá bláu   1 - 2    14,10  eftir .  Jón var að skora fyrir jötna  1 - 3   12,00 eftir 

Í kvöld kl 19,15 Björninn - SA Jötnar í Egilshöll

Nú á eftir verður spilaður seinni leikur helgarinnar í Íslandsmóti meistarflokks karla. Ef tök verða á verður ófullkomin textalýsing hér á vefnum.      Í laugardalnum munu einnig eigast við í Íslandsmóti kvenna lið SR kvenna sem er að spila sitt fyrsta tímabil og SA Valkyrjur sem eru efstar að stigum í þeirri deild. SR konur munu að ég held fá liðsauka úr Grafarvoginum og má því allt eins reikna með spennandi leik þar.     ÁFRAM SA .............. 

Jötnar sigra Björninn; 5 - 3

Í kvöld gerðu Jötnar sér lítið fyrir og báru sigurorð af Bjarnarmönnum á þeirra heimavelli í Egilshöllinni.  Talnaglöggir hafa reiknað það út að með þessum sigri hafi Jötnar gert út um möguleika Bjarnarmanna á sæti í úrslitum.  Jötnar eru nú með 10 stig og Björninn með 11 þannig að botnbaráttan er orðin hnífjöfn.  Liðin mætast aftur í kvöld og með sigri geta Jötnar komið sér í þriðja sætið og uppúr botnsætinu í fyrsta skiptið í vetur.

Reynir Sigurðsson var á leiknum og hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu hans á leiknum.:

Það eru 5 min liðnar af 1 leikhluta og staðan jöfn 0 - 0 og engin refsing komin.         lotan hálfnuð og komin fyrsta refsing björninn fór útaf fyrir tripping.       Björnin spilar fullskipað lið. og 8 og 20 eftir.       Björnin skoraði staðan 1 - 0  og 8 07 eftir.        Björninn skorar sitt annað mark   staðan 2 - 0.    Jötnar skora sitt fyrsta   staðan 2 -1 .      Andri már fékk 10 min persónulegan dóm  þegar ca. 13. min voru búnar af lotunni .        Björninn skoraði á 14. min. staðan 3 - 1.     5 min eftir og björninn fer í box fyrir hooking.    björninn með fullskipað lið 2 og 50 eftir.         Lotan búin.   

 

Íslandsmótið í krullu 2011

Óskað er eftir skráningum liða í Íslandsmótið í krullu 2011. Tekið er við skráningum í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 26. janúar.