Tilkynning frá Íþróttaráði

Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í móttöku sem haldin verður í Íþróttahöllinni í dag þriðjudaginn 28. desember kl. 16:15 þar sem afhent verða viðurkenningarskjöl Íþróttaráðs Akureyrar til hvers félags fyrir sig.

Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 212 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn, þjálfarar þeirra og forystumenn íþróttahreyfinga á Akureyri sjái sér fært að koma til athafnarinnar.
Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.

Áramótamótið 29. desember

Hið árlega og skemmtilega Áramótamót er næst á dagskrá krullufólks.

Gleðileg Jól

Hokkídeildin óskar öllum iðkendum, starfsfólki og velunnurum Gleðilegra Jóla og Farsæls Komandi Árs, og þakkar samveruna og aðstoðina á líðandi ári. Sjáumst hress og kát eftir frí og .......át ...... (O;

Innanfélagsmót 3. - mfl. + Oldboys verður ekki haldið vegna ónógrar þáttöku

Þar sem afar fráir skráðu sig til þáttöku þá fellur mótið niður. Ísinn er þó opinn fyrir þá sem vilja skauta frá kl. 18,00 til 20,00.   kv...Josh

Foreldrafélag hokkídeildar SA

Foreldrafélag Hokkídeildar þakkar iðkendum og foreldrum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Óheppni hjá U20

Þá liggur það fyrir að U20 ára landsliðið okkar hefur fallið niður um deild, eftir aðeins eitt ár í 2. deildinni.  Það virðist enn um sinn vera okkar hlutskipti að rokka á milli deilda með yngri landsliðin okkar.  Það var vitað fyrirfram að keppnin yrði okkur erfið því mótherjarnir voru sterkir og sem dæmi hefur verið nefnt að Ísland hefur aldrei lagt að velli eitthvert þessara liða sem þarna var mætt til keppni.  Liðið kom þó á óvart strax í fyrsta leik með sigri á Belgum, en tapaði svo öllum hinum leikjunum en litlu munaði á móti Spánverjum, en á leikur fór 1 - 0. 

Með sigri á Belgum var engu að síður komin von um að sætið í deildinni væri tryggt en svo tókst Belgum að vinna nágranna sína frá Hollandi í framlengingu og því réðust örlög okkar ekki fyrr en í gærkvöldi í síðasta leik mótsins.  Þá mættu Belgar heimamönnum, Eistum og við urðum að treysta á sigur þeirra síðarnefndu.  Það tókst hins vegar ekki, en þar munaði samt minnstu að Belgar gerðu okkur greiða og sendu Eistana niður því þegar leiknum lauk voru Eistar jafnir Íslandi að stigum með nákvæmlega sama markahlutfall, þ.e. -13.  Ef ég skil þetta rétt hefðu Belgar bara þurft að skora einu marki fleira sem hefði aukið mínus Eista um eitt sem hefði skilað okkur í sætið fyrir ofan þá.

Jólaæfingabúða tímatafla

 Breyting á tímtöflu miðvikudag og fimmtudag

8.15-9.15  A

9.15-10.05  B+C

10.20-11.20 A RIG- keppendur

11.20-12.05 B+C

12.05-12.50 A

ÞAÐ ER SAMA TÍMATAFLA MILLI JÓLA OG NÝJARS OG VAR FYRIR JÓL. Hér er tímatafla jólaæfingabúðanna, vinsamlega látið Ivetu vita hvort skautarinn ætlar að nýta tímana sem eru litaðir gulir eða ekki, tímarnir sem um ræðir er á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. GAMLÁRS-SKAUTUNIN VERÐUR MILLI 11-12, VONANDI SJÁ SEM FLESTIR FORELDRAR OG SYSTKYNI SÉR FÆRT AÐ MÆTA.

Jólasýnigar æfingar í fyramálið

A, B og C1 mæta kl. 7:40 á morgun og æfingin byrjar kl. 8 C2 mætir kl. 9:45 og byrjar generalprufa kl. 10

ALLIR AÐ MÆTA!

Skautavörur til sýnis og sölu á jólasýningunni

Á jólasýningunni ætla ég að vera með skautatöskur, skautahlífar, Mondor skautabuxur, skautabuxur frá 66° og skautapeysur frá 66°..

Allý

Íshokkífólk ársins

Stjórn Íshokkísambands Íslands valdi á dögunum íshokkífólk árins 2010.  Að þessu sinni verðum við þeirrar ánægju aðnjótandi að báðir leikmennirnir eru félagar í Skautafélagi Akureyrar og eru fyrirliðar Íslandsmeistaraliða Valkyrja og Víkinga, þau Guðrún Blöndal og Jón Gíslason.  Bæði eru þau vel að titlunum komin og hér á eftir fer texti tekinn af heimasíðu ÍHÍ: