Valkyrjur - SR - leik lokið: 10 - 2
10.12.2010
Nú stendur yfir leikur Valkyrja og SR hér í Skautahöllinni á Akureyri. Staðan eftir fyrstu lotu er 1 - 1 en það voru gestirnir sem náðu forystunni strax á uppahafsmínútunum þegar lánsleikmaðurinn Silvía Björgvinsdóttir skoraði og opnaði markareikninginn. Það var svo Sarah Smiley sem jafnaði fyrir Valkyrjurnar um miðbik lotunnar. Það eru því norðanstúlkur sem eru í aðalhlutverki en það breytir ekki því að Valkyrjur verða að bretta upp ermar og gera eitthvað að viti í næstu lotu. Þá er önnur lota búin...