Gimli Cup: Sjötta umferð

Sjötta umferð Gimli Cup fer fram í kvöld, miðvikudagskvöldið 24. nóvember.

Bikarmót Krulludeildar

Áætlað er að Bikarmót Krulludeildar fari fram 6.-13. desember.

Gimli Cup: Þrjú lið efst og jöfn

Víkingar unnu Garpa í toppslag fimmtu umferðar. Fálkar komnir að hlið þeirra á toppnum.

Víkingar taka á móti Birninum á morgun þriðjudag

Á morgun, þriðjudaginn 23. nóvember koma Bjarnarmenn í heimsókn og að þessu sinni munu þeir mæta Víkingum.  Bjarnarmenn hafa níðst á Jötnunum í vetur og hafa náð í öll sín stig úr þremur viðureignum við þá.  Nú er komið að því að þeir mæti stóra bróður og verða þeir ekki teknir neinum vettlingatökum.

Leikurinn hefst kl. 19:30 og gera má ráð fyrir hörku-viðureign enda mættust þessu lið í gríðarlega spennandi úrslitakeppni síðasta vor sem sællar minningar lauk með okkar sigri í fimmta leik í úrslitum.

Meðfylgjandi mynd tók Ási ljós í síðustu viðureign Jötna og Víkinga sem fram fór í síðustu viku.

Seinni dagur Kristalsmóts

Það bættust við tvenn verðlaun í flokkum 8C og 10C 

Pálína Höskuldsdóttir heiðursverðlaun dómara fyrir piróettur

Marta María Jóhannsdóttir heiðursverðlaun dómara fyrir vogir

Þökkum farastjórum fyrir frábært starf og einnig eiga þjálfarar hrós skilið fyrir sína vinnu

sem var til fyrimyndar.

Einnig er vert að hrósa stúlkunum okkar enn og aftur fyrir frábæra framgöngu í ferðinni.

 

Myndir úr laugardags leiknum

Myndir úr leik Víkinga - SR eru hér.

Gimli Cup: Fimmta umferð

Fimmta umferð Gimli Cup fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 22. nóvember.

Smá seinkun á heimkomu af Kristalsmóti

Smá seinkun, stelpurnar verða við Skautahöllina um kl. 19:45.

Heimkoma af Kristalsmóti

Nú eru stelpurnar á heimleið af Kristalsmótinu og er áætluð koma í Skautahöllina um kl. 19:15.  Að sögn fararstjóra þá hefur ferðin gengið frábærlega og eiga allar stúlkurnar hrós skilið fyrir framkomu,  umgengni og samskiptamáta á öllum stöðum. 

Víkingar - SR seinni leikur 5 - 2

Víkingar kláruðu seinni viðureign helgarinnar með sigri á gestunum úr Laugardalnum með 5 mörkum gegn 2.   Leikurinn var líkt og sá fyrri spennandi og einkenndist af mikilli baráttu.  Fyrsta lotan var markalaus en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á fyrstu mínútu 2.lotu en þá skoraði Jóhann Leifsson eftir sendingu frá Jóni Gíslasyni.  Skömmu síðar jók svo varnarmaðurinn Ingólfur Elíasson muninn í 2 – 0 með sínu fyrsta marki í meistaraflokki.
Fleiri urðu mörkin ekki í lotunni og því voru Víkingar með ákjósanlega 2 – 0 stöðu fyrir þriðju og síðustu lotuna.  Það voru hins vegar þeir sunnlensku sem fóru betur af stað í síðustu lotunni og minnkuðu muninn í 1 – 2 strax á fyrstu mínútu og voru mjög ógnandi á meðan Víkingarnir voru værukærir.