Karfan er tóm.
Kristalsmót Egilshöll 2010:
Í dag kepptu 12 C og Novice C og fengum við þar 3 sæti.
Í flokki 12 C hreppti Iðunn Árnadóttir 2. sæti og Harpa Lind Hjálmarsdóttir 3. sæti
Í flokki Novice C var það svo Bergdís Lind Bjarnadóttir sem lenti í 1. sæti.
Stúlkarnar stóðu sig allar með prýði og óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Í gærkvöldi fór fram hörku viðureign á milli Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur í Skautahöllinni á Akureyri. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og úrslit réðust ekki fyrr en í framlenginu þar sem Jón Gísla og Jói Leifs kláruðu leikinn.
Fyrsta markið kom á 6. mínútu leiksins þegar Hilmar Leifsson hamraði pökkinn frá bláu eftir sendingu frá Jóni Gísla og kom Víkingum í 1 – 0. Önnur lota var í meira lagi sérstök þar sem Víkingarnir fengu 7 tveggja mínútna dóma og voru því meira eða minna í nauðvörn. Í tvígang voru Víkingar 3 á móti 5 en SR tókst aðeins að nýta sér liðsmuninn í annað skiptið. Gestirnir settu þrjú mörk, eða öll sín mörk í leiknum í þessari lotu en þar voru á ferðinni hinn finnski Timo Koivumaki, Tómas Tjörvi og Pétur Maack. Sigurður Sigurðsson minkaði muninn skömmu fyrir lok lotunnar með aðstoð frá Rúnari Rúnarssyni og Einari Valentine.
Vil benda ykkur á að ég á enn tvo kassa af kertum vill ekki einhver losa mig við þá endilega hafið samband og fáið ykkur kerti til að selja eða bara kaupa og styrkja æfingabúðirnar sem verða í sumar. Þið þurfið ekki að taka heilan kassa.
Allý / allyha@simnet.is - 8955804
Vil líka benda ykkur á bestu jólagjöf skautabarnsins, skautatöskur með sér hólfi fyrir skautann, mjúkar skautahlífar og mondor skautabuxur þetta á ég til.
Í ferð á Kristalsmót verða fararstjórar
Hafdís Hrönn Pétursdóttir s. 862 2171
Sigrún I Hjálmarsdóttir s. 864 5356
Inga Gestsdóttir s. 698 2703
Því miður forfallaðist Hrafnhildur.
Brottför frá Skautahöll kl. 13 á föstudag
Heimkoma verður sett inná síðuna þegar hún liggur fyrir.
fh.foreldrafélagsins
Rakel