Valkyrjur sigra Ynjur: 9 - 1
Í gærkvöldi mættust heimaliðin Ynjur og Valkyrjur. Valkyrjur hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrsta markið eftir aðeins 17 sek. leik og eftir það var ekki aftur snúið. Loturnar fóru 6 - 1, 0 - 0 og 3 - 0. Þrátt fyrir nokkra yfirburði Valkyrja var leikurinn líflegur og mikið af marktækifærum.
Mörk og stoðsendingar Valkyrja:
Birna Baldursdóttir 3/0, Guðrún Blöndal 2/1, Hrönn Kristjánsdóttir 2/0, Sara Smiley 1/0, Guðrún Arngrímsdóttir 1/1, Jónína Guðbjartsdóttir 0/1, Hrund Torlacius 0/1, Leena Kaisa Viitanen 0/1.
Mörk og stoðsendingar Ynja:
Thelma Guðmundsdóttir 1/0, Silvía Rán Björgvinsdóttir 0/1.